Lewandowski, Anderson og Endrick orðaðir við Man Utd - Semenyo til Liverpool í janúar? - Barcelona skuldar - Toney til Tottenham?
Sjáðu það helsta úr spænska: Dramatískur sigur Barcelona og tvö rauð í leik Real
Sjáðu það helsta úr ítalska: Como vann gegn Juventus
Freyr Sigurðsson: Æðislegt að spila með þeim
Jökull: Per tímabil hefur enginn afrekað meira
Rúnar Kristins: Engin brjálæðisleg gulrót
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
Túfa um Sigga Lár: Það er ekki í neinum klúbbi ég eða þú
Haddi: Virkilega góður dagur fyrir KA
Kjartan Henry um þjálfarastöðu FH: Mér skilst að það sé búið að ráða í þá stöðu
Siggi Lár ósáttur við viðskilnaðinn: Ég er búinn að reyna að tala við stjórn Vals í allt sumar
Hallgrímur Mar: Var búinn að hugsa um þetta fyrr í leiknum
„Vorum á botninum og höfðum engu að tapa“
Hrannar Snær: Verðum að vona það besta
Segir markmann ÍBV hafa eiginlega kýlt sig og Láka saka sig um dýfur
„Bara eins og maður hafi verið stunginn"
Lárus Orri: Hélt ég myndi ekki standa skælbrosandi á KA vellinum eftir að hafa tapað 5-1
Eiður Aron að flytja suður - „Væri frábært að skilja við liðið í efstu deild og í Evrópukeppni"
Láki fékk rautt - „Finnst allt í lagi að manni sé sýnd virðing“
Jón Þór: Þá skiptir það ekki fokking máli
Óskar lætur stöðutöfluna ekki skilgreina líf sitt - „Sef vel á nóttunni og vakna glaður“
   mán 29. júní 2020 22:10
Kristófer Jónsson
Arnar Gunnlaugs: Leggjum uppúr því að tala við boltastrákana
Arnar var gríðarlega ánægður með sitt lið í dag.
Arnar var gríðarlega ánægður með sitt lið í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var að vonum gríðarlega sáttur eftir 4-1 sigur sinna manna gegn FH í þriðju umferð Pepsi Max-deildarinnar í dag.

„Við vildum stimpla okkur vel inní mótið með góðri frammistöðu. Strákarnir voru mjög kraftmiklir í dag og það var nánast ekki að sjá á þeim að þeir voru að spila 120 mínútur fyrir nokkrum dögum (gegn Víking Ó. í bikarnum)." sagði Arnar eftir leikinn.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 4 -  1 FH

Víkingar voru betri aðilinn frá fyrstu mínútu og leiddu 3-0 þegar að flautað var til hálfleiks.

„Fyrri hálfleikurinn hjá okkur var nánast fullkominn hjá okkur þar sem að FH-ingar komust varla nálægt boltanum og við skorum þrjú góð mörk. Seinni hálfleikurinn byrjaði síðan aðeins "sloppy" hjá okkur en eftir sem leið á hálfleikinn unnum við okkur vel inní leikinn og sigldum þessu heim."

Þriðja mark Víkings var virkilega skrautlegt en segja má að einn af boltastrákunum hafi lagt það upp þegar að hann sendi boltann snöggt á Óttar Magnús sem að tók snögga aukaspyrnu í nánast autt mark FH.

„Við leggjum mikið uppúr því að tala við boltastrákanna og viljum að þeir séu hluti af leiknum til að halda hröðu tempói. Mig kvíðir fyrir því þegar að þeim verður bannað að vera með en gríðarlega vel hugsað hjá bæði boltastráknum og Óttari." sagði Arnar um markið.

Nánar er rætt við Arnar í spilaranum að ofan.
Athugasemdir
banner
banner