Fimm stór félög að eltast við Semenyo - Man Utd í viðræðum um nítján ára miðjumann - Arsenal hefur áhuga á leikmanni AC Milan
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
   mán 29. júní 2020 22:10
Kristófer Jónsson
Arnar Gunnlaugs: Leggjum uppúr því að tala við boltastrákana
Arnar var gríðarlega ánægður með sitt lið í dag.
Arnar var gríðarlega ánægður með sitt lið í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var að vonum gríðarlega sáttur eftir 4-1 sigur sinna manna gegn FH í þriðju umferð Pepsi Max-deildarinnar í dag.

„Við vildum stimpla okkur vel inní mótið með góðri frammistöðu. Strákarnir voru mjög kraftmiklir í dag og það var nánast ekki að sjá á þeim að þeir voru að spila 120 mínútur fyrir nokkrum dögum (gegn Víking Ó. í bikarnum)." sagði Arnar eftir leikinn.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 4 -  1 FH

Víkingar voru betri aðilinn frá fyrstu mínútu og leiddu 3-0 þegar að flautað var til hálfleiks.

„Fyrri hálfleikurinn hjá okkur var nánast fullkominn hjá okkur þar sem að FH-ingar komust varla nálægt boltanum og við skorum þrjú góð mörk. Seinni hálfleikurinn byrjaði síðan aðeins "sloppy" hjá okkur en eftir sem leið á hálfleikinn unnum við okkur vel inní leikinn og sigldum þessu heim."

Þriðja mark Víkings var virkilega skrautlegt en segja má að einn af boltastrákunum hafi lagt það upp þegar að hann sendi boltann snöggt á Óttar Magnús sem að tók snögga aukaspyrnu í nánast autt mark FH.

„Við leggjum mikið uppúr því að tala við boltastrákanna og viljum að þeir séu hluti af leiknum til að halda hröðu tempói. Mig kvíðir fyrir því þegar að þeim verður bannað að vera með en gríðarlega vel hugsað hjá bæði boltastráknum og Óttari." sagði Arnar um markið.

Nánar er rætt við Arnar í spilaranum að ofan.
Athugasemdir