Liverpool snýr sér að Barcola - Guehi of dýr fyrir Barcelona
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
   mán 29. júní 2020 22:10
Kristófer Jónsson
Arnar Gunnlaugs: Leggjum uppúr því að tala við boltastrákana
Arnar var gríðarlega ánægður með sitt lið í dag.
Arnar var gríðarlega ánægður með sitt lið í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var að vonum gríðarlega sáttur eftir 4-1 sigur sinna manna gegn FH í þriðju umferð Pepsi Max-deildarinnar í dag.

„Við vildum stimpla okkur vel inní mótið með góðri frammistöðu. Strákarnir voru mjög kraftmiklir í dag og það var nánast ekki að sjá á þeim að þeir voru að spila 120 mínútur fyrir nokkrum dögum (gegn Víking Ó. í bikarnum)." sagði Arnar eftir leikinn.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 4 -  1 FH

Víkingar voru betri aðilinn frá fyrstu mínútu og leiddu 3-0 þegar að flautað var til hálfleiks.

„Fyrri hálfleikurinn hjá okkur var nánast fullkominn hjá okkur þar sem að FH-ingar komust varla nálægt boltanum og við skorum þrjú góð mörk. Seinni hálfleikurinn byrjaði síðan aðeins "sloppy" hjá okkur en eftir sem leið á hálfleikinn unnum við okkur vel inní leikinn og sigldum þessu heim."

Þriðja mark Víkings var virkilega skrautlegt en segja má að einn af boltastrákunum hafi lagt það upp þegar að hann sendi boltann snöggt á Óttar Magnús sem að tók snögga aukaspyrnu í nánast autt mark FH.

„Við leggjum mikið uppúr því að tala við boltastrákanna og viljum að þeir séu hluti af leiknum til að halda hröðu tempói. Mig kvíðir fyrir því þegar að þeim verður bannað að vera með en gríðarlega vel hugsað hjá bæði boltastráknum og Óttari." sagði Arnar um markið.

Nánar er rætt við Arnar í spilaranum að ofan.
Athugasemdir
banner