Van Dijk íhugaði Real - Anderson til í að fara til United - Sancho má fara frítt - Real ætlar að selja Vinicius
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
   mán 29. júní 2020 22:10
Kristófer Jónsson
Arnar Gunnlaugs: Leggjum uppúr því að tala við boltastrákana
Arnar var gríðarlega ánægður með sitt lið í dag.
Arnar var gríðarlega ánægður með sitt lið í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var að vonum gríðarlega sáttur eftir 4-1 sigur sinna manna gegn FH í þriðju umferð Pepsi Max-deildarinnar í dag.

„Við vildum stimpla okkur vel inní mótið með góðri frammistöðu. Strákarnir voru mjög kraftmiklir í dag og það var nánast ekki að sjá á þeim að þeir voru að spila 120 mínútur fyrir nokkrum dögum (gegn Víking Ó. í bikarnum)." sagði Arnar eftir leikinn.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 4 -  1 FH

Víkingar voru betri aðilinn frá fyrstu mínútu og leiddu 3-0 þegar að flautað var til hálfleiks.

„Fyrri hálfleikurinn hjá okkur var nánast fullkominn hjá okkur þar sem að FH-ingar komust varla nálægt boltanum og við skorum þrjú góð mörk. Seinni hálfleikurinn byrjaði síðan aðeins "sloppy" hjá okkur en eftir sem leið á hálfleikinn unnum við okkur vel inní leikinn og sigldum þessu heim."

Þriðja mark Víkings var virkilega skrautlegt en segja má að einn af boltastrákunum hafi lagt það upp þegar að hann sendi boltann snöggt á Óttar Magnús sem að tók snögga aukaspyrnu í nánast autt mark FH.

„Við leggjum mikið uppúr því að tala við boltastrákanna og viljum að þeir séu hluti af leiknum til að halda hröðu tempói. Mig kvíðir fyrir því þegar að þeim verður bannað að vera með en gríðarlega vel hugsað hjá bæði boltastráknum og Óttari." sagði Arnar um markið.

Nánar er rætt við Arnar í spilaranum að ofan.
Athugasemdir