Man Utd ætlar að reka Ten Hag - Hver tekur við? - Tuchel hefur áhuga á starfinu
   þri 29. júní 2021 13:28
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Akureyri.net 
Brynjar Ingi skrifar undir hjá Lecce
Brynjar Ingi Bjarnason.
Brynjar Ingi Bjarnason.
Mynd: Getty Images
Brynjar Ingi Bjarnason, miðvörðurinn ungi í KA, hefur skrifað undir samning til þriggja ára við ítalska félagið Lecce samkvæmt heimildum Akureyri.net. Félögin hafa náð samkomulagi og tilkynnt verður um félagaskiptin í dag.

Fótbolti.net sagði frá því fyrr í þessum mánuði að Lecce hefði áhuga á Brynjari en liðið hafnaði í fjórða sæti ítölsku B-deildarinnar á liðnu tímabili en liðið féll úr efstu deild á síðasta ári.

Fleiri félög sýndu Brynjari áhuga og Akureyri.net segir að KA hafi samþykkt kauptilboð frá Malmö en sænska félagið hafi svo ekki boðið leikmanninum samning.

Brynjar Ingi er 21 árs miðvörður sem hefur verið meðal bestu leikmanna Pepsi Max-deildarinnar í sumar.

Brynjar lék nýlega sína fyrstu A-landsleiki og skoraði sitt fyrsta landsliðsmark, í jafntefli gegn Póllandi.
Athugasemdir
banner
banner
banner