Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 29. júlí 2021 12:03
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Rashford „lækaði" kveðjuna frá Íslandi
Marcus Rashford.
Marcus Rashford.
Mynd: Getty Images
Marcus Rashford, sóknarmaður Manchester United, er mjög virkur á samfélagsmiðlum.

Hann notar þá mikið til góðverka; til að pressa á stjórnvöld í Bretlandi í baráttu sinni svo fátæk börn fái að borða. Hann hefur lagt mikla pressu á stjórnmálamenn og gert það vel.

Rashford notar líka samfélagsmiðla til að tengjast aðdáendum sínum um allan heim - þar á meðal frá Íslandi.

Erling Tómasson, stuðningsmaður Man Utd, á Íslandi sendi Rashford kveðju í gegnum samfélagsmiðilinn Twitter. „Sæll vinur @marcusrashford, kveðjur frá Íslandi. Við búumst við eldfjallavirkni á Old Trafford á þessu tímabili. Titill númer 21 er á leiðinni," skrifaði Erling við mynd sem má sjá hér að neðan.

Rashford sá þessa kveðju og smellti í eitt „læk"; greinilega ánægður með stuðninginn frá Íslandi.


Athugasemdir
banner
banner