Angelos Emmanouilidis þjálfari Athina 90 var mjög glaður með að hafa sigrað Futsalriðilinn sem leikinn var í Snæfellsbæ núna í vikunni.
"Þetta voru frábær úrslit fyrir okkur að vinna riðilinn og nú höldum við til Rúmeníu og leikum í næsta þrepi Evrópukeppninnar"
"Þetta voru frábær úrslit fyrir okkur að vinna riðilinn og nú höldum við til Rúmeníu og leikum í næsta þrepi Evrópukeppninnar"
Hann hrósaði Víkingum í hástert fyrir þeirra leik.
"Víkingar eru með mjög gott lið og í fyrri hálfleik pressuðu þeir mjög mikið á okkur. Það var erfitt fyrir okkur, ekki síst af því að við spiluðum annan leik í gær.
Við töluðum um það í hálfleik að við yrðum að spila okkar leik og okkar taktík og i seinni hálfleik fóru mínir menn eftir því sem við töluðum um í klefanum."
Leikmenn hans halda nú nokkrir í verkefni með gríska landsliðinu áður en þeir leika á næsta þrepi keppninnar sem haldið verður í Rúmeníu.
"Við munum æfa á fullu fyrir keppnina í Rúmeníu enda verða þar mjög mörg sterk lið, en ég vona að náum góðum leikjum".
Angelos hefur komið með gríska landsliðinu til Íslands að keppa í Futsal og segist sjá framfarir hér.
"Við vorum mjög spenntir að koma til Íslands að spila, enda allt annað land en við þekkjum. Allir voru frábærir við okkur og ég vona að íslenskur futsalbolti vaxi áfram. Ég sá íslenska landsliðið gegn því gríska fyrir tveimur árum og ég sé framfarir frá þvi þá.
Og ég held að eftir nokkur ár geti Víkingur orðið eitt besta Futsallið Evrópu!"
Svo mörg voru þau orð en frekar er rætt við Angelos í viðtalinu sem fylgir fréttinni.
Athugasemdir