Liverpool fær samkeppni frá Real Madrid - Barcelona á eftir Haaland - Man Utd býður Mainoo í skiptum fyrir Valverde
Gummi Kri um Jökul: Hann gerir töluvert meira gagn þar heldur en upp í stúku
Heimir: Ef það er einhver sem ég vil að fái svona færi, að þá er það Bjarni fyrir utan Björn Daníel
Markmiðið sett eftir Bröndby leikinn: „Búnir að standast prófið hingað til“
Þórarinn Ingi: Ég er bara að vinna hérna og hjálpa til eins og ég get
Segir Sigurð besta dómara landsins - „Búinn að fá alveg nóg og lét gamminn geisa“
Gylfi: Tímabært fyrir dómarana að fá VAR hjálp
Hallgrímur Jónasson: Ég fór á háu nóturnar
Óskar Hrafn: Við höfum örlögin í okkar höndum
Láki: Stundum þarf maður að vera pínu bófi
Birnir Snær: Okkur fjölskyldunni líður ótrúlega vel hérna
Alex Freyr: Þurfum að loka svona leikjum 6 til 7-0
Maggi með ákall til stuðningsmanna - „Þurfum að fylla völlinn og búa til alvöru stemningu"
Stefan Ljubicic: Féll allt á einhvern hátt fyrir okkur
Venni: Þetta er bara leikaraskapur og hann kemst upp með það
Ívar Örn: Manni finnst maður oft vera full gamall
Hemmi Hreiðars: Stórkostlegt að vera komnir þetta langt á kornungu liði
Haraldur Freyr: Hjálpar okkur helling að við vorum í þessum leik í fyrra
Gunnar Heiðar: Ég er að verða atvinnulaus núna
Ingvar Freyr: Verður einhver helvítis veisla næstu helgi
Berglind Björg: Ég er bara ótrúlega stolt af þessu
   fim 29. ágúst 2013 23:00
Magnús Þór Jónsson
Emmanouilidis: Íslendingar eru alltaf að verða betri í Futsal
Mynd: Magnús Þór Jónsson
Angelos Emmanouilidis þjálfari Athina 90 var mjög glaður með að hafa sigrað Futsalriðilinn sem leikinn var í Snæfellsbæ núna í vikunni.

"Þetta voru frábær úrslit fyrir okkur að vinna riðilinn og nú höldum við til Rúmeníu og leikum í næsta þrepi Evrópukeppninnar"

Hann hrósaði Víkingum í hástert fyrir þeirra leik.

"Víkingar eru með mjög gott lið og í fyrri hálfleik pressuðu þeir mjög mikið á okkur.  Það var erfitt fyrir okkur, ekki síst af því að við spiluðum annan leik í gær.

Við töluðum um það í hálfleik að við yrðum að spila okkar leik og okkar taktík og i seinni hálfleik fóru mínir menn eftir því sem við töluðum um í klefanum."


Leikmenn hans halda nú nokkrir í verkefni með gríska landsliðinu áður en þeir leika á næsta þrepi keppninnar sem haldið verður í Rúmeníu.

"Við munum æfa á fullu fyrir keppnina í Rúmeníu enda verða þar mjög mörg sterk lið, en ég vona að náum góðum leikjum".

Angelos hefur komið með gríska landsliðinu til Íslands að keppa í Futsal og segist sjá framfarir hér.

"Við vorum mjög spenntir að koma til Íslands að spila, enda allt annað land en við þekkjum.  Allir voru frábærir við okkur og ég vona að íslenskur futsalbolti vaxi áfram.  Ég sá íslenska landsliðið gegn því gríska fyrir tveimur árum og ég sé framfarir frá þvi þá.

Og ég held að eftir nokkur ár geti Víkingur orðið eitt besta Futsallið Evrópu!"


Svo mörg voru þau orð en frekar er rætt við Angelos í viðtalinu sem fylgir fréttinni.
Athugasemdir
banner