Leiknismenn í stúkunni á Kópavogsvelli í gær nýttu hvert tækifæri sem gafst til þess að baula á Davíð Ingvarsson, vinstri bakvörð Breiðabliks, þegar liðin mættust í gær.
Það klikkaði ekki að baulað var á Davíð þegar hann fékk boltann og þá var fagnað þegar honum mistókst ætlunarverk sitt.
Það klikkaði ekki að baulað var á Davíð þegar hann fékk boltann og þá var fagnað þegar honum mistókst ætlunarverk sitt.
Lestu um leikinn: Breiðablik 4 - 0 Leiknir R.
Davíð lék nálægt stúkunni í fyrri hálfleik og hafa stuðningsmenn Leiknis farið þá leið að velja einn leikmann af handahófi í liði andstæðinganna og baula á hann. Aron Kristófer Lárusson, vinstri bakvörður KR, fékk t.a.m. svipaða meðferð í síðasta leik og Tryggvi Hrafn Haraldsson hjá Val fyrr í sumar.
Í seinni hálfleik í gær fékk Andri Rafn Yeoman, sem spilaði í hægri bakverði í gær, baulið á sig þar sem hann spilaði þá nálægt stúkunni.
„Þetta er bara hluti af þessu og maður verður bara að reyna halda haus. Þetta er bara skemmtilegt," sagði Davíð í viðtali við Fótbolta.net eftir leik.
Stöðutaflan
L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir