Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
banner
   mán 29. ágúst 2022 11:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Baulað á Davíð frá fyrstu mínútu - „Þetta er bara skemmtilegt"
Stuðningsmenn Leiknis.
Stuðningsmenn Leiknis.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Leiknismenn í stúkunni á Kópavogsvelli í gær nýttu hvert tækifæri sem gafst til þess að baula á Davíð Ingvarsson, vinstri bakvörð Breiðabliks, þegar liðin mættust í gær.

Það klikkaði ekki að baulað var á Davíð þegar hann fékk boltann og þá var fagnað þegar honum mistókst ætlunarverk sitt.

Lestu um leikinn: Breiðablik 4 -  0 Leiknir R.

Davíð lék nálægt stúkunni í fyrri hálfleik og hafa stuðningsmenn Leiknis farið þá leið að velja einn leikmann af handahófi í liði andstæðinganna og baula á hann. Aron Kristófer Lárusson, vinstri bakvörður KR, fékk t.a.m. svipaða meðferð í síðasta leik og Tryggvi Hrafn Haraldsson hjá Val fyrr í sumar.

Í seinni hálfleik í gær fékk Andri Rafn Yeoman, sem spilaði í hægri bakverði í gær, baulið á sig þar sem hann spilaði þá nálægt stúkunni.

„Þetta er bara hluti af þessu og maður verður bara að reyna halda haus. Þetta er bara skemmtilegt," sagði Davíð í viðtali við Fótbolta.net eftir leik.
Davíð Ingvars: Reynum bara að pæla í okkur og vinna okkar leiki
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner