Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 29. ágúst 2022 22:40
Ívan Guðjón Baldursson
Ósáttur Pulisic og Ziyech verða áfram hjá Chelsea
Pulisic er ekki ánægður hjá Chelsea.
Pulisic er ekki ánægður hjá Chelsea.
Mynd: EPA

Enskir fjölmiðlar greina frá því að Christian Pulisic og Hakim Ziyech verði að öllum líkindum áfram hjá Chelsea.


Pulisic er ósáttur því hann vill fá meiri spiltíma en hann hefur verið að fá hjá félaginu. Hann vildi fara út á lánssamningi en fékk ekki leyfi til þess og er gríðarlega ósáttur með að liðsfélagi sinn Callum Hudson-Odoi sé á leið til Bayer Leverkusen á lánssamningi.

Todd Boehly, samlandi Pulisic og eigandi Chelsea, vill ólmur halda honum. Það er lítið eftir af sumarglugganum og erfitt fyrir félagið að finna leikmenn til að fylla í skarðið fyrir Pulisic eða Ziyech.

Ajax er að reyna að fá Ziyech til að fylla í skarðið sem Antony skilur eftir en viðræður við Chelsea hafa gengið illa. Enska félagið vill selja Ziyech en Ajax vill fá hann á láni og hafa Hollandsmeistararnir því ákveðið að snúa sér til Spánar þar sem þeir reyna við Lucas Ocampos, kantmann Sevilla.

Pulisic á tvö ár eftir af samningnum við Chelsea og Ziyech þrjú.


Athugasemdir
banner
banner