Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   þri 29. ágúst 2023 12:10
Innkastið
Sterkasta lið 21. umferðar - Aron Þrándar bestur í Fossvogi
Aron Elís var maður leiksins þegar Víkingur vann Breiðablik.
Aron Elís var maður leiksins þegar Víkingur vann Breiðablik.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Birnir Snær hefur verið átta sinnum í liði umferðarinnar.
Birnir Snær hefur verið átta sinnum í liði umferðarinnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Helgi Guðjónsson.
Helgi Guðjónsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
21. umferð Bestu deildarinnar lauk í gær. Víkingur styrkti stöðu sína enn frekar á toppnum og er með fjórtán stiga forystu eftir 5-3 sigur gegn Breiðabliki í umtöluðum leik þar sem Blikar mættu seint til leiks.

Aron Elís Þrándarson var besti maður vallarins, skoraði gott skallamark og barðist eins og ljón. Gunnar Vatnhamar, Birnir Snær Ingason og Helgi Guðjónsson voru einnig meðal markaskorara.



FH vann flottan endurkomusigur gegn Val 3-2 þar sem Gyrðir Hrafn Guðbrandsson gerði gæfumuninn og skoraði tvö síðustu mörk leiksins. Daði Freyr Arnarsson átti virkilega góðan leik í marki FH og Heimir Guðjónsson er þjálfari umferðarinnar.

Ingimar Torbjörnsson Stöle var eins og rennilás hægra megin hjá KA og skapaði mörg færi þegar liðið vann 2-1 sigur gegn Stjörnunni. Dusan Brkovic er einnig í liði umferðarinnar.

Nacho Heras var maður leiksins í markalausum leik Keflavíkur og Fram. Kristinn Jónsson var maður leiksins og skoraði fyrra mark KR í 2-0 sigri gegn Fylki. Finnur Tómas Pálmason kom af bekknum hjá KR og var hrikalega drjúgur þann tíma sem hann spilaði.

Sjá einnig:
Sterkasta lið 20. umferðar
Sterkasta lið 19. umferðar
Sterkasta lið 18. umferðar
Sterkasta lið 17. umferðar
Sterkasta lið 16. umferðar
Sterkasta lið 15. umferðar
Sterkasta lið 14. umferðar
Sterkasta lið 13. umferðar
Sterkasta lið 12. umferðar
Sterkasta lið 11. umferðar
Sterkasta lið 10. umferðar
Sterkasta lið 9. umferðar
Sterkasta lið 8. umferðar
Sterkasta lið 7. umferðar
Sterkasta lið 6. umferðar
Sterkasta lið 5. umferðar
Sterkasta lið 4. umferðar
Sterkasta lið 3. umferðar
Sterkasta lið 2. umferðar
Sterkasta lið 1. umferðar
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner