Man Utd vill Vlahovic - Al Nassr vill Casemiro - Real Madrid vill Van de ven
   fös 29. ágúst 2025 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
4. deild: KÁ tryggði sér titilinn - Árborg þarf kraftaverk
Hamar úr fallsæti
Nikola Dejan Djuric vann 4. deildina með KÁ í gærkvöldi.
Nikola Dejan Djuric vann 4. deildina með KÁ í gærkvöldi.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Árborg þarf kraftaverk til að hrifsa 2. sætið af KH.
Árborg þarf kraftaverk til að hrifsa 2. sætið af KH.
Mynd: Sunnlenska.is - Guðmundur Karl
KÁ tryggði sér 4. deildartitilinn með sigri á útivelli gegn KH í gærkvöldi.

Nikola Dejan Djuric skoraði í fyrri hálfleik og gerði Sveinn Þorkell Jónsson svo sjálfsmark. Lokatölur 0-2 fyrir KÁ, sem er með átta stiga forystu á KH fyrir lokaumferðina.

KH er í öðru sæti eftir tapið en er í draumastöðu fyrir lokaumferðina. Árborg er í þriðja sæti og þarf kraftaverk til þess að hirða annað sætið af KH.

Árborg vann með tveggja marka mun gegn Vængjum Júpíters í gær en þarf stórsigur gegn botnliði KFS í lokaumferðinni til að eiga von um að stökkva yfir KH.

KH er þremur stigum fyrir ofan Árborg og með betri markatölu. Til þess að missa af öðru sætinu þarf KH að tapa gegn fallbaráttuliði Kríu í lokaumferðinni á sama tíma og Árborg sigrar KFS með fimm marka mun eða meira.

Það ætti að gefa strákunum í Árborg von að vita af því að kraftaverkin geta gerst, enda eru nágrannar þeirra í liði Hamars komnir upp úr fallsæti eftir hörmulegan fyrri hluta tímabils.

Hamar sigraði Elliða í gær og er þar með búinn að vinna fjóra leiki í röð til að rífa sig úr fallsæti fyrir lokaumferðina. Magnaður árangur í Hveragerði þar sem liðið er núna tveimur stigum fyrir ofan fallsæti.

KH 0 - 2 KÁ
0-1 Nikola Dejan Djuric ('28 )
0-2 Sveinn Þorkell Jónsson ('39 , Sjálfsmark)
Rautt spjald: Kristinn Kári Sigurðarson, KH ('90)
Rautt spjald: Gunnar Már Þórðarson, KÁ ('90)

Vængir Júpiters 0 - 2 Árborg
0-1 Magnús Arnar Hafsteinsson ('26 )
0-2 Kristinn Ásgeir Þorbergsson ('67 , Mark úr víti)

Hamar 3 - 1 Elliði
1-0 Mustafa Troncoso Espinar ('36 )
2-0 Unnar Magnússon ('69 )
3-0 Mustafa Troncoso Espinar ('75 )
3-1 Pétur Óskarsson ('76 , Mark úr víti)

Álftanes 3 - 1 Kría
1-0 Guðmundur Gígjar Sigurbjörnsson ('30 , Sjálfsmark)
2-0 Hilmir Ingi Jóhannesson ('45 )
3-0 Bjarki Flóvent Ásgeirsson ('71 )
3-1 Bjarni Rögnvaldsson ('74 , Mark úr víti)
Rautt spjald: Viktor Steinn Bonometti, Kría ('89)
4. deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    KÁ 18 13 5 0 78 - 25 +53 44
2.    KH 18 11 3 4 45 - 27 +18 36
3.    Árborg 18 9 6 3 43 - 32 +11 33
4.    Elliði 18 8 5 5 38 - 33 +5 29
5.    Vængir Júpiters 18 6 7 5 35 - 39 -4 25
6.    Álftanes 18 6 3 9 29 - 38 -9 21
7.    Hamar 18 5 3 10 33 - 38 -5 18
8.    Hafnir 18 5 1 12 32 - 49 -17 16
9.    KFS 18 5 1 12 31 - 65 -34 16
10.    Kría 18 3 4 11 28 - 46 -18 13
Athugasemdir
banner
banner