Man Utd vill Vlahovic - Al Nassr vill Casemiro - Real Madrid vill Van de ven
   fös 29. ágúst 2025 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Þýskaland um helgina - Ísak mætir Freiburg
Mynd: Köln
Mynd: EPA
Þýska helgin hefst í kvöld þegar nýliðar Hamburger taka á móti St. Pauli í spennandi slag en á morgun mæta svo ýmis stórlið til leiks.

RB Leipzig, sem steinlá gegn FC Bayern í fyrstu umferð, tekur á móti Heidenheim og þarf sigur þar eftir mikla blóðtöku í sumar. Ólíklegt er að Xavi Simons verði með þar sem hann hefur verið í viðræðum við Tottenham og Chelsea.

Bayer Leverkusen heimsækir á sama tíma Werder Bremen eftir óvænt tap á heimavelli gegn Hoffenheim í fyrsta deildarleik Erik ten Hag við stjórnvölinn.

Stuttgart og Borussia Mönchengladbach eigast þá við í spennandi slag á meðan Hoffenheim fær Eintracht Frankfurt í heimsókn. Lúkas Blöndal Petersson er þriðji markvörður hjá Hoffenheim.

Þýskalandsmeistarar FC Bayern heimsækja Augsburg í lokaleik laugardagsins.

Á sunnudag etja Wolfsburg og Mainz kappi áður en Borussia Dortmund fær Union Berlin í heimsókn. Þeir gulklæddu vilja sigur eftir sex marka jafntefli gegn St. Pauli í fyrstu umferð.

Að lokum spilar Köln við Freiburg í síðasta leik helgarinnar. Ísak Bergmann Jóhannesson lék fyrstu 80 mínúturnar í fræknum sigri á útivelli gegn Mainz í fyrstu umferð og verður vonandi aftur í byrjunarliðinu um helgina.

Föstudagur
18:30 Hamburger - St. Pauli

Laugardagur
13:30 RB Leipzig - Heidenheim
13:30 Werder Bremen - Leverkusen
13:30 Hoffenheim - Eintracht Frankfurt
13:30 Stuttgart - Gladbach
16:30 Augsburg - Bayern

Sunnudagur
13:30 Wolfsburg - Mainz
15:30 Dortmund - Union Berlin
17:30 Köln - Freiburg
Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Bayern 3 3 0 0 14 2 +12 9
2 Dortmund 3 2 1 0 8 3 +5 7
3 Köln 3 2 1 0 8 4 +4 7
4 St. Pauli 3 2 1 0 7 4 +3 7
5 Eintracht Frankfurt 3 2 0 1 8 5 +3 6
6 Hoffenheim 3 2 0 1 7 6 +1 6
7 RB Leipzig 3 2 0 1 3 6 -3 6
8 Wolfsburg 3 1 2 0 7 5 +2 5
9 Werder 3 1 1 1 8 7 +1 4
10 Leverkusen 3 1 1 1 7 6 +1 4
11 Augsburg 3 1 0 2 6 6 0 3
12 Stuttgart 3 1 0 2 3 5 -2 3
13 Freiburg 3 1 0 2 5 8 -3 3
14 Union Berlin 3 1 0 2 4 8 -4 3
15 Mainz 3 0 1 2 1 3 -2 1
16 Gladbach 3 0 1 2 0 5 -5 1
17 Hamburger 3 0 1 2 0 7 -7 1
18 Heidenheim 3 0 0 3 1 7 -6 0
Athugasemdir