Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
Óskar Hrafn: Ekkert grín að vera með þrjá fullvaxta karlmenn sem fá að faðma þig
Á tvo fulltrúa í íslenska liðinu - „Átti alveg von á því að hún yrði í þessum sporum"
Þorgerður Katrín: Ég hef alveg upplifað það verra
Pabbi Karólínu: Hún hafði einhverja áru yfir sér
Goðsögnin Ásta B: Þetta eru bara heimsklassa leikmenn
Kærasti Glódísar: Eigum við ekki bara að segja að það komi í ljós?
„Erfiðara að horfa á börnin mín en þegar ég var sjálf að spila"
Hemmi Hreiðars: Rosalegur karakterssigur
Aðalsteinn Jóhann: Ég hef ekki hugmynd um það
Gylfi Þór: Vonandi verður þetta jákvætt í lok tímabilsins
Lárus Orri: Frekar fúllt að labba héðan í burtu með ekkert stig
Eyjamenn stöðvuðu blæðinguna - „Maður er búinn að bíða eftir því"
Sölvi Geir: Ætla að vona að þetta sé að einhverju leyti vellinum að kenna
Haraldur Einar: Vaknaði ferskur og írskir dagar
Davíð Smári ósáttur með stóra ákvörðun - „Ofboðslega sorglegt"
Rúnar Kristins: Ég skaut fastar en hann bæði með hægri og vinstri
banner
   sun 29. september 2024 17:28
Sölvi Haraldsson
Kjartan Henry: Enn eitt klaufamarkið sem við fáum á okkur
Kjartan Henry, aðstoðarþjálfari FH.
Kjartan Henry, aðstoðarþjálfari FH.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Þetta er mjög svekkjandi. Vonbrigði að tapa og sérstaklega með markinu sem skilur liðin að, enn eitt klaufamarkið sem við fáum á okkur í sumar.“ sagði Kjartan Henry Finnbogason, aðstoðarþjálfari FH, eftir 1-0 tap gegn Breiðablik í dag.


Lestu um leikinn: FH 0 -  1 Breiðablik

FH-ingar vildu fá rautt spjald á Ísak Snæ í fyrri hálfleik. Hvað finnst Kjartani um það?

Ég er búinn að sjá það aftur. Ég læt aðra um að dæma um það en það leit ekki vel út. Dómarinn mat það sem gult, það er búið að setja nýja línu í sumar þannig þetta er það sem koma skal örugglega.

Kjartan talaði um klaufamerk fyrr í viðtalinu en Daði fékk klaufamark á sig í dag eftir að hafa verið fínn í markinu.

Daði er búinn að verja oft í leiknum í dag en ég tala bara yfir allt í sumarið. Mörkin sem við höfum fengið á okkur í sumar hafa verið skrautleg. Það er eitthvað sem við verðum að laga því við erum að skora nóg en fáum á okkur allt of ódýr mörk og það er dýrt í Bestu deildinni.

Er Kjartan ósáttur við sóknarleik liðsins?

Já. Við byrjuðum leikinn ágætlega en við koðnuðum niður eftir markið fannst mér í staðinn fyrir að sækja meira sem eru vonbrigði. Breiðablik er með frábært lið og spilar áhættulítinn fótbolta og eru með gæði fram á við þetta fór því miður eins og það fór í dag. Við verðum bara að klára þetta mót með stæl.

Sigurður Bjartur fór meiddur af velli í lok leiks í dag. Hvernig er staðan á honum og hópnum í dag?

Staðan er ekkert sérstök en menn hafa verið meiddir og veikir. Það eru ekki margir í liðinu sem hafa ekki náð 90 mínútum í undanförnum leikjum. Við verðum að skoða þetta með Sigga, Siggi er gerður úr stáli svo ég á von á því að hann verði klár eftir viku.“ 

Nánar er rætt við Kjartan Henry í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner