Chelsea tilbúið að opna veskið - Man Utd horfir til Dortmund, Wolves og Malmö - Zirkzee eftirsóttur
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
   sun 29. september 2024 17:28
Sölvi Haraldsson
Kjartan Henry: Enn eitt klaufamarkið sem við fáum á okkur
Kjartan Henry, aðstoðarþjálfari FH.
Kjartan Henry, aðstoðarþjálfari FH.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Þetta er mjög svekkjandi. Vonbrigði að tapa og sérstaklega með markinu sem skilur liðin að, enn eitt klaufamarkið sem við fáum á okkur í sumar.“ sagði Kjartan Henry Finnbogason, aðstoðarþjálfari FH, eftir 1-0 tap gegn Breiðablik í dag.


Lestu um leikinn: FH 0 -  1 Breiðablik

FH-ingar vildu fá rautt spjald á Ísak Snæ í fyrri hálfleik. Hvað finnst Kjartani um það?

Ég er búinn að sjá það aftur. Ég læt aðra um að dæma um það en það leit ekki vel út. Dómarinn mat það sem gult, það er búið að setja nýja línu í sumar þannig þetta er það sem koma skal örugglega.

Kjartan talaði um klaufamerk fyrr í viðtalinu en Daði fékk klaufamark á sig í dag eftir að hafa verið fínn í markinu.

Daði er búinn að verja oft í leiknum í dag en ég tala bara yfir allt í sumarið. Mörkin sem við höfum fengið á okkur í sumar hafa verið skrautleg. Það er eitthvað sem við verðum að laga því við erum að skora nóg en fáum á okkur allt of ódýr mörk og það er dýrt í Bestu deildinni.

Er Kjartan ósáttur við sóknarleik liðsins?

Já. Við byrjuðum leikinn ágætlega en við koðnuðum niður eftir markið fannst mér í staðinn fyrir að sækja meira sem eru vonbrigði. Breiðablik er með frábært lið og spilar áhættulítinn fótbolta og eru með gæði fram á við þetta fór því miður eins og það fór í dag. Við verðum bara að klára þetta mót með stæl.

Sigurður Bjartur fór meiddur af velli í lok leiks í dag. Hvernig er staðan á honum og hópnum í dag?

Staðan er ekkert sérstök en menn hafa verið meiddir og veikir. Það eru ekki margir í liðinu sem hafa ekki náð 90 mínútum í undanförnum leikjum. Við verðum að skoða þetta með Sigga, Siggi er gerður úr stáli svo ég á von á því að hann verði klár eftir viku.“ 

Nánar er rætt við Kjartan Henry í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner