Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
   fim 29. október 2020 13:45
Magnús Már Einarsson
KSÍ fundar í dag - Skoðað með leikina á laugardaginn
Guðni Bergsson
Guðni Bergsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segir að stjórn sambandsins muni funda um stöðu mála í dag. Hlé hefur verið á Íslandsmótinu síðan 7. október og óvíst er með framhaldið.

Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, tilkynnti í dag að hann myndi skila inn minnisblaði um hertar aðgerðir vegna kórónuveirunnar. Þórólfur vill að ný reglugerð taki sem fyrst gildi en ekki er ljóst hvað stendur um íþróttir í reglunum.

„Við í stjórninni munum funda á eftir um stöðu mála. Það verður engin endanleg ákvörðun tekin um mótahaldið fyrr en reglur stjórnvalda liggja skýrt fyrir en málið verður rætt," sagði Guðni við Fótbolta.net.

Keflavík og Grindavík eiga að mætast í Lengjudeild karla á laugardaginn og á sama tíma eiga Grindavík og Hamar að mætast í 2. deild kvenna.

Leikir eru leyfðir á landsbyggðinni samkvæmt núverandi reglugerð stjórnvalda en það gæti breyst í næstu reglugerð. Eru leikirnir á laugardag ennþá á dagskrá? „Það er verið að fara yfir það meðal annars," sagði Guðni.

Samkvæmt reglugerð KSÍ skal ljúka öllum leikjum á Íslandsmótinu fyrir 1. desember. Ef reglur stjórnvalda banna fótboltaleiki áfram næstu tvær til þrjár vikurnar er þá ljóst að mótinu verður hætt? „Ég ætla ekki að tjá mig um það. Við ætlum fyrst að taka stjórnarfundinn áður en ég fer að tjá mig um það,"
Athugasemdir
banner
banner
banner