Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 29. október 2020 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sjáðu myndband sem KSÍ gerði fyrir þá leikjahæstu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sara Björk Gunnarsdóttir bætti á þriðjudag leikjamet íslenska landsliðsins þegar hún spilaði sinn 134. landsleik.

Hún bætti leikjamet fyrrum landsliðsfyrirliðans, Katrínar Jónsdóttur.

Sara er magnaður leikmaður sem spilar í dag fyrir besta lið heims, Lyon. Hún byrjaði í A-landsliðinu þegar hún var 16 ára gömul og leikmaður Hauka í 1. deild. Núna er hún nýorðin þrítug og búin að afreka mikið.

Sjá einnig:
Frá Haukum að Meistaradeildartitlinum

Á þriðjudag afrekaði þessi magnaða fótboltakona það að verða sú leikjahæsta í sögu landsliðsins. „Ótrúlega stolt og það er mikill heiður fyrir mig að verða sú leikjahæsta í sögu landsliðsins," skrifar Sara á Twitter, en KSÍ gerði skemmtilegt myndband fyrir hana sem má sjá hér að neðan.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner