Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   þri 29. október 2024 13:17
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Kiddi Jóns verður áfram hjá Breiðabliki - „Það er svoleiðis"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kristinn Jónsson varð á sunnudag Íslandsmeistari í þriðja sinn þegar Breiðablik vann Víking í úrslitaleik Íslandsmótsins. Kiddi, ein og hann er oftast kallaður, þurfti að fara af velli vegna meiðsla í fyrri hálfleik og var fluttur á sjúkrahús.

Hann fékk heilahristing og kinnbeinsbrotnaði. Hann ræddi við Fótbolta.net í dag. Í viðtalinu var hann spurður út í framtíð sína hjá Breiðabliki en hann verður samningslaus í lok árs.

„Ég verð í Breiðabliki á næsta ári, það er svoleiðis," segir Kiddi.

Kiddi, sem er 34 ára vinstri bakvörður, varð Íslandsmeistari með Breiðabliki 2010, KR 2019 og svo Breiðabliki 2024. Hann var hluti af sterkasta liði Breiðabliks á tímabilinu, kom við sögu í 23 af 27 deildarleikjum liðsins og þremur af fjórum Evrópuleikjum.

Viðtalið í heild sinni verður birt seinna í dag.
Athugasemdir
banner
banner
banner