
Mohammed Kudus skoraði tvennu í fjörugum sigri Gana gegn Suður-Kóreu í gær. Kudus, sem er leikmaður Ajax, átti frábæran leik og er með sjálfstraustið í botni.
Hann setti færslu inn á Twitter í dag sem hefur vakið afar mikla athygli. Færslan er skrifuð á ensku en þokkalega torskilin.
Í færslunni segist Kudus meðal annars vera sonur ljóssins og að nafnið sitt sé í raun skammstöfun.
„Hiti ljóssins er Stór Orka. Þú getur ekki grafið ljósið. Að keppa á HM er annar draumur sem rætist. Ég er Sonur Ljóssins. Ferðalag mitt er KUDUS ég er Konungslegur-Upplífgandi-Óhræddur-Undangrafinn-Stjörnur," segir í færslunni. Lesi hver úr því sem hann vill.
Athugasemdir