Manchester United vann 3-2 sigur gegn Bodö/Glimt í Evrópudeildinni í gær, eftir að liðið lenti 2-1 undir.
Tyrell Malacia entist aðeins í 45 mínútur í sínum fyrsta leik í átján mánuði en hann lék sem vinstri vængbakvörður, stöðu sem krefst gríðarlegs líkamlegs álags.
Þessi 25 ára hollenski vinstri bakvörður hefur verið lengi frá vegna hnémeiðsla og í einkunnagjöf Daily Mail fékk hann bara 4 í einkunn. Falleinkunn.
Tyrell Malacia entist aðeins í 45 mínútur í sínum fyrsta leik í átján mánuði en hann lék sem vinstri vængbakvörður, stöðu sem krefst gríðarlegs líkamlegs álags.
Þessi 25 ára hollenski vinstri bakvörður hefur verið lengi frá vegna hnémeiðsla og í einkunnagjöf Daily Mail fékk hann bara 4 í einkunn. Falleinkunn.
„Virkaði svo hægur í sínum fyrsta leik fyrir United í 550 daga. Var sigraður svo auðveldlega af Philip Zinkernagel í öðru marki Bodö/Glimt og kom aldrei með ógn sóknarlega. Leystur frá störfum í hálfleik," segir í umsögn blaðsins.
Matthjis de Ligt fékk ekki mikið hærri einkunn, eða 4,5. Segir að hann taki of margar vondar ákvarðanir og virðist ekki vera með einbeitinguna í lagi. Antony fékk sömu einkunn og sagt að hann hafi ekki vitað hvort hann væri að koma eða fara.
Luke Shaw kom aftur inn af bekknum, fyrir Lisandro Martínez sem var að spila sinn fyrsta leik síðan hann meiddist fyrir landsleikjagluggann. Þá byrjaði Mason Mount sinn fyrsta leik síðan í ágúst en hann hefur mikið verið á meiðslalistanum síðan hann kom frá Chelsea í byrjun síðasta tímabils.
Einkunnir Man Utd:
Andre Onana - 5
Lisandro Martinez - 6
Matthjis de Ligt - 4,5
Noussair Mazraoui - 7
Tyrell Malacia - 4
Manuel Ugarte - 6,5
Bruno Fernandes - 6
Antony - 4,5
Alejandro Garnacho - 6,5
Mason Mount - 6
Rasmus Höjlund - 9
Stjórinn: Rúben Amorim - 7
(Varamenn: Diogo Dalot 6, Rashford 6, Amad Diallo 7, Shaw 7, Casemiro 6)
Athugasemdir