Freyr Alexandersson og lærisveinar hans í Kortrijk eru komnir upp úr fallsæti belgísku úrvalsdeildarinnar eftir 3-1 sigur liðsins á Mechelen í kvöld.
Kortrijk hafði tapað þremur deildarleikjum í röð fyrir þennan leik og sat í næst neðsta sæti.
Liðinu tókst að svara fyrir úrslit síðustu leikja. Dion De Neve og Nacho skoruðu tvö góð mörk í fyrri hálfleik áður en sá síðarnefndi bætti við öðru þegar skammt var til leiksloka.
Gestirnir náðu að pota inn einu á síðustu sekúndum uppbótartímans og lokatölur því 3-1 Kortrijk í vil.
Sigurinn kom Kortrijk upp úr fallsæti og í 12. sæti með 17 stig.
Patrik Sigurður Gunnarsson sneri aftur í hópinn í kvöld en kom ekkert við sögu.
Athugasemdir