Eins og Fótbolti.net greindi frá í morgun deildi Harriet Robson kærasta Mason Greenwood myndum af sér lurkum lamin eftir barsmíðar frá Greenwood.
Manchester United sendi frá sér yfirlýsingu þar sem félagið gerði grein fyrir því að það sé meðvitað um þetta mál og sættir sig ekki við ofbeldi að neinu tagi.
Greenwood er á samning hjá Nike en fyrirtækið hefur einnig sent frá sér yfirlýsingu þar sem segir að þeir hafi miklar áhyggjur af honum og munu fylgjast grannt með gangi mála.
Lögreglan í Manchester hefur hafið rannsókn á málinu.
„Við vitum af myndum og myndböndum sem hafa verið í umferð á samfélagsmiðlum. Rannsókn er hafin svo hægt sé að átta sig á því hvað hafi gerst."
Athugasemdir