Liverpool reynir við Pedro næsta sumar - PSG til í að opna veskið fyrir Isak - Nico Williams eftirsóttur
   sun 30. janúar 2022 07:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Úr 3. deild í þá efstu - „Hann passar mjög vel inn í þetta"
Sindri Þór Ingimarsson.
Sindri Þór Ingimarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það voru nokkuð óvænt félagaskipti undir lok síðasta árs þegar Stjarnan krækti í Sinda Þór Ingimarsson.

Sindri er fæddur 1998 og hefur undanfarin ár leikið með Augnabliki í 3. deildinni á láni frá Breiðabliki.

Sindri, sem er varnartengiliður sem getur einnig leikið sem miðvörður. Sindri hefur alla tíð leikið í 3. deild í meistaraflokki, en fær núna sitt fyrsta tækifæri í efstu deild.

Ágúst Gylfason, þjálfari Stjörnunnar, var í viðtali eftir sigur gegn Breiðabliki síðasta fimmtudagskvöld. Eftir leikinn var hann spurður út í Sindra og hvað hann kæmi með fyrir liðið.

„Þú sást leikinn," sagði Gústi. „Hann stóð sig frábærlega vel og var yfirvegaður á boltanum. Jökull (Elísabetarson) þekkir hann og ég þekki hann. Við vildum fá hann í félagið, í Stjörnuna. Hann passar mjög vel inn í þetta."

„Þetta eru allt góðir leikmenn sem passa vel inn í okkar hóp. Ég er stoltur af þeim."

„Hann (Sindri) getur örugglega spilað allar stöður á vellinum. Hann leysir þessa stöðu (miðvarðarstöðuna) mjög vel og við erum sáttir við það," sagði Ágúst.

Það verður fróðlegt að fylgjast með þessum leikmanni í efstu deild í sumar.
Ánægður með pressuna - „Lítum vel út í janúar en það er langt í mót"
Athugasemdir
banner
banner
banner