mán 30. mars 2020 11:30
Magnús Már Einarsson
Rashford hjálpar börnum að fá fríar máltíðir
Mynd: Getty Images
Marcus Rashford, framherji Manchester United, vinnur þessa dagana ásamt góðgerðarsamtökunum FareShare að því að hjálpa börnum í Manchester að fá fríar máltíðir.

Skólar á Englandi eru lokaðir vegna kórónuveirunnar og Rashford óttast að við það fækki máltíðum sem börn fá á degi hverjum.

„Ég er að reyna að hjálpa næstu kynslóð á jákvæðan hátt. Ég hef unnið mikið með börnum og þegar ég heyrði að það ætti að loka skólum þá vissi ég að einhver börn fái ekki fríar máltíðir í skólanum," sagði Rashford.

„Þegar ég var í skóla fékk ég frían mat og mamma kom ekki heim fyrr en sex svo næsta máltíð var í kringum klukkan átta."

„Ég var heppinn og það eru krakkar sem eru í mun erfiðari stöðu og fá ekki máltíðir heima hjá sér."

Athugasemdir
banner
banner
banner