Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 30. mars 2021 08:20
Elvar Geir Magnússon
Alaba, Wijnaldum og Aguero til Barcelona í sumar?
Powerade
Sergio Aguero.
Sergio Aguero.
Mynd: Getty Images
 Gabriel Menino.
Gabriel Menino.
Mynd: Getty Images
Timo Werner.
Timo Werner.
Mynd: Getty Images
Aguero, Salah, Fernandinho, Sabitzer, Alaba, Sturridge, Wijnaldum og fleiri í slúðurpakka dagsins. BBC tók saman.

Mauricio Pochettino, stjóri Paris St-Germain, og íþróttastjórinn Leonardo vinna hörðum höndum að því að tryggja sér argentínska framherjann Sergio Aguero (32) til frönsku höfuðborgarinnar. Staðfest er að Aguero muni yfirgefa Manchester City í sumar. (Todo Fichajes)

Talið er líklegast að Aguero muni fara til Barcelona en leikmaðurinn hefur einnig verið orðaður við Real Madrid og Juventus. (Manchester Evening News)

Annar lykilmaður Manchester City gæti farið í sumar en samningur Fernandinho (35) er að renna út. (Athletic)

Mohamed Salah (28) hefur sagt mögulegt að hann gæti yfirgefið Liverpool og haldið til Spánar í framtíðinni. (Marca)

Manchester United, Liverpool og Tottenham eru öll að reyna að fá austurríska miðjumanninn Marcel Sabitzer (27) frá RB Leipzig. (Bild)

Everton er tilbúið að hlusta á tilboð í kólumbíska varnarmanninn Yerry Mina (26) en félagið íhugar að gera tilboð í Kalidou Koulibaly (29), varnarmann Napoli. (Football Insider)

Manchester City hefur ekki áhuga á að fá David Alaba (28) frá Bayern München þrátt fyrir að hafa oft verið orðað við austurríska varnarmanninn. Alaba yfirgefur Bæjara í sumar. (Manchester Evening News)

Talað er um að Alaba gæti mögulega farið til Chelsea eða Paris St-Germain en umboðsmaður hans neitar því að Real Madrid og Barcelona séu einu félögin sem til greina komi. (Diario AS)

David Beckham vill fá enska sóknarmanninn Daniel Sturridge (31) til Inter Miami í bandarísku deildinni. DC United vill einnig fá þennan fyrrum leikmann Liverpool sem er fáanlegur á frjálsri sölu eftir að hann yfirgaf Trabzonspor í mars á síðasta ári. (Mirror)

Barcelona hefur boðið hollenska miðjumanninum Georginio Wijnaldum (30) þriggja ára samning. Hann verður samningslaus hjá Liverpool í lok tímabils. (Mundo Deportivo)

Markvörðurinn Gianluigi Buffon (43) hjá Juventus íhugar að taka eitt tímabil utan Ítalíu áður en hann leggur hanskana á hilluna. (Gazzetta Dello Sport)

Juventus hefur blandað sér í slag við Tottenham, Chelsea og Atletico Madrid um brasilíska miðjumanninn Gabriel Menino (20) sem gæti yfirgefið Palmaieras fyrir 13 milljónir punda vegna fjárhagsstöðu félagsins. (Mundo Deportivo)

Þýski sóknarmaðurinn Timo Werner (25) er sannfærður um að hann geti komið sér á beinu brautina hjá Chelsea og er ákveðinn í að yfirgefa ekki félagið eftir aðeins eitt tímabil. (Goal)

Sheffield United skoðar kosti í stjórastólinn en Slavisa Jokanovic (52), fyrrum stjóri Watford og Fulham, hefur verið nefndur. (Sheffield Star)

Franski varnarmaðurinn Malang Sarr (22) mun snúa aftur til Chelsea þegar lánssamningur hans við Porto rennur út. Hvorki er áhugi hjá portúgalska félaginu né leikmanninum að halda samstarfi áfram. (Record)

Arsenal er nýjasta félagið sem sýnir framherjanum Dusan Vlahovic (21) hjá Fiorentina áhuga. Tottenham, AC Milan, RB Leipzig, Roma og Atletico Madrid hafa einnig áhuga á Serbanum. (Calcio Mercato)
Athugasemdir
banner
banner
banner