Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 30. mars 2023 22:20
Ívan Guðjón Baldursson
Herða reglur um nýja eigendur úrvalsdeildarfélaga
Mynd: Getty Images
Mynd: Chateau
Mynd: EPA
Eigendur enskra úrvalsdeildarfélaga samþykktu nýjar reglur í dag sem ættu að gera óprúttnum aðilum erfiðara fyrir að kaupa eða stjórna félögum í deildinni.

Nýir eigendur og forsetar félaga í ensku úrvalsdeildinni þurfa að standast talsvert strangari skoðun en þeir gerðu áður. Þessi reglubreyting hefur þegar tekið gildi.

Meðal lögbrota sem verðandi eigendur og stjórnendur úrvalsdeildarfélaga mega ekki hafa verið dæmdir fyrir eru ofbeldisbrot, spillingarbrot, svik, skattsvik og hatursglæpir. Þá mega einstaklingar heldur ekki starfa í stjórn úrvalsdeildarfélaga ef þeir eru undir rannsókn fyrir eitt af fyrrnefndum brotum. Þeir fá að ganga aftur í starfið sitt verði þeir sýknaðir.

Eigendur enskra úrvalsdeildarfélaga ákváðu að ráðast í þessar reglubreytingar eftir að sádí-arabíska ríkisstjórnin keypti Newcastle United. Mohammed bin Salman stjórnar opinbera fjárfestingasjóði Sádí-Arabíu en hægt er að setja stór spurningarmerki við heillindi hans. Bin Salman, sem er krónprinsinn í Sádí-Arabíu, er sterklega grunaður um að hafa fyrirskipað morðið á fréttamanninum Jamal Khashoggi og fleiri pólitískum andstæðingum sínum.

Eftir morðið á Khashoggi var gefin út handtökuskipun á hendur Bin Salman ef hann stigi aftur fæti á franska grundu og þá var honum gert skylt að mæta fyrir dóm í Bandaríkjunum. Bin Salman var þá gerður að forsætisráðherra Sádí-Arabíu til að fá vernd frá alþjóðlegum handtökuskipunum og getur því ferðast frjálslega um allan heim.

Amnesty International er meðal samtaka sem hafa varað við áhrifunum sem svokallaður 'hvítþvottur' getur haft. Með hvítþvotti er, í þessu tilfelli, átt við tilraun sádí-arabísku ríkisstjórnarinnar til að bæta orðspor sitt á heimsvísu með framlagi sínu til íþrótta. Sádí-arabíska þjóðin er talin standa það aftarlega í mannréttindum að talað er um að ríkisstjórnin þar í landi fremji að minnsta kosti eitt mannréttindabrot á dag.

Reglubreytingar ensku úrvalsdeildarinnar voru samþykktar einróma á fundi eigenda. Þær hafa þó fengið misjöfn viðbrögð, þar sem margir hrósa breytingunum en aðrir gagnrýna orðavalið og telja ekkert raunverulega breytast við þetta. Reglunum hafi einungis verið breytt sem tilraun til að lækka í gagnrýnisröddum.

Enska úrvalsdeildin samþykkti ekki kaup sádí-arabíska fjárfestingasjóðsins á Newcastle fyrr en Sádarnir gerðu skriflegan samning um að ríkisstjórn Sádí-Arabíu kæmi ekki með neinum hætti að ákvarðanatöku stjórnenda félagsins. Þá voru eigendaskiptin samþykkt.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner