Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
banner
   fim 30. mars 2023 20:44
Ívan Guðjón Baldursson
Lopetegui: Forréttindi að spila svona leiki
Mynd: EPA
Wolves mætir Nottingham Forest í fallbaráttuslag á laugardaginn þar sem aðeins sjö stig skilja níu neðstu lið ensku úrvalsdeildarinnar að.

Úlfarnir hafa tapað síðustu tveimur deildarleikjum í röð en eru meðal efstu liða í fallbaráttupakkanum. Sigur um helgina getur komið liðinu heilum sex stigum frá fallsæti.

Julen Lopetegui, stjóri Wolves, var spurður út í pressuna sem fylgir því að spila marga fallbaráttuslagi.

„Það er unun að spila svona leiki. Það eru forréttindi að fá að spila svona leiki. Leikmenn verða að vera klárir í slaginn, þeir þurfa að njóta svona stunda og læra að nýta sér þær. Það er jákvætt að finna fyrir pressu," segir Lopetegui.

„Við verðum að berjast fyrir lífi okkar og sýna þroska. Við verðum að sýna að við njótum þess að spila mikilvæga leiki. Þannig hugarfar getur verið mikilvægara heldur en taktíkin sjálf. Við verðum að setja alla einbeitinguna á okkur sjálfa og sýna andstæðingunum okkar virðingu.

„Það mikilvægasta er að sýna sterkt hugarfar. Þetta snýst allt um hvernig leikmenn bregðast við því að tapa. Við verðum að vera tilbúnir til að berjast því þetta verður mikill baráttuleikur allt til lokaflautsins."


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Man City 9 7 2 0 20 9 +11 23
2 Liverpool 9 7 1 1 17 5 +12 22
3 Arsenal 9 5 3 1 17 10 +7 18
4 Aston Villa 9 5 3 1 16 11 +5 18
5 Chelsea 9 5 2 2 19 11 +8 17
6 Brighton 9 4 4 1 16 12 +4 16
7 Nott. Forest 9 4 4 1 11 7 +4 16
8 Tottenham 9 4 1 4 18 10 +8 13
9 Brentford 9 4 1 4 18 18 0 13
10 Fulham 9 3 3 3 12 12 0 12
11 Bournemouth 9 3 3 3 11 11 0 12
12 Newcastle 9 3 3 3 9 10 -1 12
13 West Ham 9 3 2 4 13 16 -3 11
14 Man Utd 9 3 2 4 8 11 -3 11
15 Leicester 9 2 3 4 13 17 -4 9
16 Everton 9 2 3 4 10 16 -6 9
17 Crystal Palace 9 1 3 5 6 11 -5 6
18 Ipswich Town 9 0 4 5 9 20 -11 4
19 Wolves 9 0 2 7 12 25 -13 2
20 Southampton 9 0 1 8 6 19 -13 1
Athugasemdir
banner
banner
banner