Risatilboði Chelsea hafnað - Tekur Nuno við West Ham? - Tveir á blaði United - Ungur miðvörður til Arsenal?
Magnús Már: Alls ekki leikur sem við eigum að tapa 3-1
Viktor Jóns um að tengja saman sigra: Búnir að bíða lengi eftir þessu
Damir: Við þurfum að taka gamla góða einn leik í einu núna
Láki: Heilt yfir bara jafn leikur ólíkra liða
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   sun 30. apríl 2017 10:00
Magnús Már Einarsson
Hafsteinn Briem: Gætum komið ansi mörgum á óvart
Hafsteinn Briem.
Hafsteinn Briem.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Maður er fullur tilhlökkunar á að takast á við þetta. Þetta verður ógeðslega gaman," segir Hafsteinn Briem, varnarmaður ÍBV, en liðið mætir Fjölni í fyrstu umferð Pepsi-deildarinnar klukkan 17:00 í dag.

„Fjölnismenn eru óskrifað blað eins og við. Þeim hefur gengið rosalega vel síðustu tvö ár og voru nálægt Evrópusæti í fyrra. Þeir eru með sterkt lið og eru búnir að styrkja sig. Fjölnismenn eru alltaf vel skipulagðir. Við þurfum að kafa ofan í það hvernig þeir spila og reyna að finna svör við þeirra leik."

Þrjár vikur eru síðan ÍBV spilaði síðast leik og leikmenn eru spenntir að komast út á völl í dag. „Ég held að það sé ágætt að menn mæti graðir í fyrsta leik og reyni að stjórna spennustiginu á einhvern hátt. Menn eru klárir."

Fótbolti.net spáir ÍBV 9. sæti í sumar en liðið er á þeim slóðum í flestum spám fyrir mót.

„Ég held að við getum komið ansi mörgum á óvart. Við höfum fengið nýja leikmenn og misst leikmenn en ég tel að hópurinn sé sterkari en í fyrra. Fyrstu leikirnir eru gríðarlega mikilvægir. Það eru leikir í byrjun sem við teljum að við getum unnið. Ef við byrjum vel þá held ég að það sé allt í boði fyrir okkur."

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.

Ekki gleyma Draumaliðsdeild Eyjabita!
Mundu að gera breytingar á þínu liði í Draumaliðsdeild Eyjabita. Hægt er að skrá sig í allt sumar. Markaðurinn lokar klukkutíma fyrir fyrsta leik umferðarinnar.
Smelltu hér til að taka þátt í Draumaliðsleiknum!
Athugasemdir
banner