Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 30. apríl 2021 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
Viaplay með þýska boltann næstu átta árin
Lewandowski er búinn að skora 36 mörk í 26 deildarleikjum það sem af er tímabils.
Lewandowski er búinn að skora 36 mörk í 26 deildarleikjum það sem af er tímabils.
Mynd: Getty Images
Haaland er með 25 mörk í 26 leikjum.
Haaland er með 25 mörk í 26 leikjum.
Mynd: Getty Images
Viaplay er búið að staðfesta samkomulag um sýningarrétt á þýsku deildinni á Norðurlöndunum næstu átta árin eða til 2029.

NENT Group og Bundesliga komust að samkomulagi um sjónvarpsréttindi og er þýski boltinn því búinn að tryggja sér heimili í íslensku sjónvarpi næstu árin.

Fréttatilkynning Viaplay
NENT Group og Bundesliga International, dótturfélag DFL Deutsche Fußball Liga, hafa framlengt samkomulag sitt um sýningarrétt á níu markaðssvæðum í Evrópu til 2029 með sögulegu samkomulagi.

Knattspyrnuaðdáendur á Íslandi, í Svíþjóð, Noregi, Danmörku, Finnlandi, Eistlandi, Lettlandi, Litháen og Póllandi munu geta fylgst með alþjóðlegum stórstjörnum og hetjum úr héraði í Bundesligu og Bundesligu 2 í hverri viku á Viaplay, streymisveitu NENT Group, ásamt dagskrá í myndveri og lýsingum á sínu móðurmáli.

NENT Group mun sýna beint frá fleiri en 300 leikjum í Bundesligunni og Bundesligu 2 á hverju keppnistímabili. Samkomulagið felur einnig í sér einkarétt á sýningum frá þýska Ofurbikarnum og umspilinu um áframhaldandi sæti í Bundesligunni í lok tímabils.


Hjörvar Hafliðason, yfirmaður íþróttamála hjá Viaplay á Íslandi, og Alfreð Finnbogason, sóknarmaður Augsburg, tjáðu sig um samkomulagið.

„Ég held að atburðir síðustu viku með Ofurdeildina styrki þýska fótboltann til lengri tíma. Nánast öll liðin eru í eigu stuðningsmanna þar en ekki eigenda sem kannski hafa ekki áhuga á fótbolta," sagði Hjörvar Hafliða.

„Það eru mjög góðar fréttir að þýski boltinn sé með tryggt heimili á Íslandi. Fótboltinn í deildinni er skemmtilegur og deildin er full af stjörnum alls staðar af úr heiminum," sagði Alfreð Finnboga.
Athugasemdir
banner
banner