Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   lau 30. maí 2015 21:39
Elvar Geir Magnússon
Spánn: Barcelona tók bikarinn - Messi með sýningu
Tveir titlar komnir af þremur hjá Börsungum
Lionel Messi í kvöld.
Lionel Messi í kvöld.
Mynd: Getty Images
Barcelona 3 - 1 Athletic Bilbao
1-0 Lionel Messi ('20)
2-0 Neymar ('37)
3-0 Lionel Messi ('74)
3-1 Inaki Williams ('80)

Leiðin að þrennunni heldur áfram hjá Barcelona en liðið vann 3-1 sigur gegn Athletic Bilbao í úrslitum Konungsbikarsins á Spáni. Þetta er í 27. sinn sem Barcelona vinnur þennan titil.

Börsungar unnu Spánarmeistaratitilinn fyrir nokkrum vikum og mæta Juventus í úrslitum Meistaradeildarinnar næsta laugardag.

Lionel Messi var maður leiksins en hann skoraði tvívegis. Það fyrra var stórglæsilegt en hann stútaði þá andstæðingum sínum í aðdragandanum.

Ljóst er að það lið sem vinnur úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir viku mun taka þrennuna en Juventus vann bæði Ítalíumeistaratitilinn og ítalska bikarinn.

Athletic Bilbao: Herrerin; Bustinza, Etxeita, Laporte, Balenziaga; San Jose, Benat (Ibai 75); Iraola (Susaeta 58), Rico (Iturraspe 74), Williams; Aduriz

Barcelona: Ter Stegen; Alves, Pique, Mascherano, Alba (Mathieu 77); Busquets, Rakitic, Iniesta (Xavi 56); Messi, Suarez (Pedro 78), Neymar
Athugasemdir
banner
banner
banner