Dortmund vill ekki Sancho - Liverpool hefur áhuga á Rodrygo ef Salah fer - Messi gæti misst af úrslitaleik
banner
   þri 30. maí 2023 20:19
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Mikael Neville skoraði í mikilvægum sigri - Venlo gerði jafntefli
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

AGF vann gríðarlega mikilvægan sigur á Randers í dönsku deildinni í dag.


Leiknum lauk með 3-1 sigri en Mikael Neville Anderson var í byrjunarliðinu. Staðan var jöfn, 1-1 í hálfleik en Mikael kom AGF í forystu með marki snemma í síðari hálfleik. Liðið gerði svo út um leikinn eftir tæplega klukkutíma leik.

Með sigrinum er liðið i 3. sæti sem gefur þátttökurétt í Sambandsdeildinni á næstu leiktíð. Liðið er með jafnmörg stig og Viborg fyrir lokaumferðina.

Viborg er í 4. sæti en það lið sem endar í 4. sæti þarf að spila umspilsleik við liðið sem hafnar i 7. sæti þar sem liðin keppast um þátttökurétt í Sambandsdeildinni.

Rúnar Alex í banni og Kristófer á bekknum

Rúnar Alex Rúnarsson var ekki í leikmannahópi Alanyaspor sem tapaði 3-1 á heimavelli gegn Kasimapasa. Hann tók út leikbann vegna of margra gulra spjalda.

Liðið er í 11. sæti með 41 stig eftir 35 leiki af 38 en Kasimpasa fór upp fyrir Alanyaspor með sigrinum í 10. sæti með 43 stig eftir 34 leiki spilaða.

Kristófer Ingi Kristinsson kom ekkert við sögu þegar Venlo gerði 1-1 jafntefli gegn Almere í fyrri leik liðanna á heimavelli í undanúrslitum um laust sæti í efstu deild í Hollandi.

Elías Már Ómarsson og félagar í NAC Breda mæta Emmen í hinum undanúrslitaleiknum á heimavelli á morgun.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner