Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
banner
   þri 30. maí 2023 18:37
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Wijnaldum: Sama hvort það sé úrslitaleikur eða ekki, alltaf gaman að spila
Mynd: EPA

Roma mætir Sevilla í úrslitum Evrópudeildarinnar á morgun. Jose Mourinho stjóri Roma fær tækifæri til að vinna annan Evróputitilinn í röð með ítalska félaginu.


Liðið vann Sambandsdeildina á síðustu leiktíð eftir sigur á Feyenoord í úrslitaleiknum.

Georginio Wijnaldum miðjumaður liðsins er spenntur fyrir leiknum en hann þekkir það að fara í úrslit í Evrópukeppni. Hann fór tvisvar í úrslit í Meistaradeildinni með Liverpool og vann keppnina einu sinni.

„Ég vona að hann endi vel, þetta er öðruvísi tilfinning því þetta er úrslitaleikur. Ef þú ert heppinn þá munt þú spila marga úrslitaleiki," sagði Wijnaldum.

„Ég er ánægður að komast út á völl, hvort sem það er í úrslitaleik eða ekki."


Athugasemdir
banner