Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fim 30. júní 2022 12:00
Elvar Geir Magnússon
Meiri missir af Raphinha en Phillips
Brasilíumaðurinn Raphinha.
Brasilíumaðurinn Raphinha.
Mynd: EPA
Beren Cross, blaðamaður hjá staðarmiðlinum Leeds Live, telur að það yrði meiri missir fyrir Leeds að missa brasilíska sóknarleikmanninn Raphinha en enska miðjumanninn Kalvin Phillips.

Manchester City hefur komist að samkomulagi við Leeds um kaupverð á Phillips, sem er á leið í læknisskoðun, og Chelsea hefur blandað sér í baráttuna um Raphinha sem einnig hefur verið orðaður við Arsenal og Barcelona.

„Kalvin missti af stórum hluta síðasta tímabil og kom aðeins ryðgaðir til baka. Miðað við það sem við sáum þá passar hann ekki alveg eins vel í kerfi Jesse Marsch eins og hann gerði hjá Marcelo Bielsa," segir Cross.

„Raphinha hefur mikil gæði og getur skorað mörk upp úr engu. Hann býr yfir miklum hraða og ef þú myndir snúa upp á hendina á mér myndi ég segja að Raphinha yrði stærri missir."

„Það er slæmt að missa þessa gæða leikmenn en ég held að stærstur hluti stuðningsmanna Leeds skilji að það hefur í raun komið á óvart hvað við höfum haldið þeim lengi."

Leeds var nálægt falli á síðasta tímabili en náði með naumindum að bjarga sér.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner