Liverpool reynir aftur við Zubimendi - Isak til Arsenal - Wirtz á óskalista Bayern
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
Bannað að mæta á stjórnarfund og var ráðinn í kjölfarið - „Mjög stoltur að félagið sé til í að veðja á mig"
Sverrir Ingi: Ef við viljum fara alla leið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn
Leikplanið breytist þegar Orri meiðist - „Vorum ekki búnir að undirbúa okkur“
Jói Berg: Hareide verið flottur og það er uppgangur
Pirrandi hvernig við köstuðum þessu frá okkur - „Getur ekki kastað sér á bakvið það"
Aron telur Hareide á réttri leið - „Væri klárlega til í að sjá Norðmanninn áfram“
Andri Lucas: Stundum er fótboltinn svona, hann er ekki alltaf fallegur
Gulli Victor: Ég mæti hingað og er fagmaður
Orri Steinn hrósar varamönnunum: Breyta leiknum
Jón Dagur: Hann getur verið erfiður stundum
Jói Berg: Við gerðum þetta oft áður fyrr
Hákon: Hlaut einhver af þeim að hafa verið rangstæður
Logi svekktur að missa af leiknum gegn Wales: Var spenntur
Gripið í eistun á Stefáni - „Skil þetta ekki"
Mikael Egill: Ég sá bara Orra fagna í smettið á þeim
Age hreinskilinn: Fótbolti er fyndin íþrótt
Ísak: Nýtti það að vera smá reiður
Guðlaugur Victor: Hefur verið smá erfitt fyrir mig persónulega
   þri 30. júlí 2019 21:41
Brynjar Ingi Erluson
Óskar Hrafn: Besti leikmaður sem við höfum mætt í sumar
Óskar Hrafn Þorvaldsson
Óskar Hrafn Þorvaldsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Gróttu í Inkasso-deildinni, var nokkuð sáttur með stigið sem liðið fékk er það gerði 2-2 jafntefli við Leiknir R. í kvöld.

Grótta lenti tveimur mörkum undir í leiknum en kom til baka í síðari hálfleik og tókst að jafna.

Liðið er í 3. sæti með 27 stig þegar sjö leikir eru eftir af mótinu.

„Við vorum ekki góðir í fyrri hálfleik en enn og aftur gröfum við okkur upp úr holu sem við vorum búnir að koma okkur ofan í sem er auðvitað karakter. Við getum ekkert kvartað yfir því að taka eitt stig á þessum útivelli á móti þessu liði," sagði Óskar Hrafn.

Hann segir að Stefán Árni Geirsson sé besti leikmaður sem Grótta hefur mætt í sumar en hann fékk að líta rauða spjaldið undir lok leiks.

„Leiknismenn eru með frábært lið og með Stefán Árna sem er held ég besti leikmaður sem við höfum mætt í sumar þannig ég er býsna ánægður með að halda þeim tveimur stigum á eftir okkur þegar við förum inn í kærkomið frí."

„Við settum leikinn sennilega vitlaust upp og náðum ekki takt í fyrri hálfleik og við verðum að viðurkenna það að við verðum að bregðast fyrr við en við eyddum aðeins of miklu púðri í að koma til baka og síðustu mínúturnar aðeins of erfiðar."

„Ég held að fólk verður að passa sig í umræðunni að vissulega erum við búnir að gera mikið af jafnteflum en það verður að skoðast að þessi jafntefli eru á móti Víking Ó. og Þór Akureyri, þetta eru ekki einhver fjósalið úr neðri deildunum þetta eru bestu lið deildarinnar. Það að gera jafntefli við þessi lið mun ekki skilgreina tímabiliið hjá okkur,"
sagði hann ennfremur.

Hægt er að sjá allt viðtalið hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner