Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
   fim 30. júlí 2020 15:30
Magnús Már Einarsson
Aston Villa fær danskan yfirmann íþróttamála
Johan Lange hefur verið ráðinn yfirmaður íþróttamála hjá Aston Villa á Englandi.

Hinn fertugi Lange kemur frá FC Kaupmannahöfn þar sem hann hefur verið tæknilegur ráðgjafi undanfarin sex ár.

Hjá Aston Villa tekur Lange við starfinu af Jesus Garcia Pitarch.

Jesus fékk ekki áframhaldandi samning hjá Aston Villa en óánægja var með leikmannakaup félagsins í fyrrasumar.

Aston Villa eyddi 140 milljónum punda í nýja leikmenn í fyrra en liðið bjargaði sæti sínu í ensku úrvalsdeildinni í lokaumferðinni um síðustu helgi.
Athugasemdir
banner
banner