Barcelona vill fá Kane - Wharton efstur á lista Chelsea - Endrick lánaður til Lyon
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
Alli Jói: Ég lít á þetta sem skref upp á við
Jói Berg var ekki sáttur með ákvörðun Arnars: Gríðarlega svekkjandi
Davíð Snorri: Kjarninn góður en þó öflugir leikmenn utan hópsins
Lárus Orri hæstánægður: Hann er ekkert að koma heim til þess að slaka á
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
   fim 30. júlí 2020 20:08
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kristján Gauti: Þurfti að taka þessa ákvörðun fyrir sjálfan mig
Kristján Gauti í leiknum í kvöld.
Kristján Gauti í leiknum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Kristján Gauti Emilsson sneri aftur inn á fótboltavöllinn í kvöld eftir fimm ára hlé.

Lestu um leikinn: FH 3 -  1 Þór

Hann kom inn á sem varamaður í 3-1 sigri FH gegn Þór í 16-liða úrslitum Mjólkurbikars karla.

„Við erum með það markmið að við ætlum að reyna að komast aftur í úrslitaleikinn eins og í fyrra," sagði Kristján Gauti í samtali við Fótbolta.net eftir leik.

Kristján gekk aftur í raðir FH í júní og tók þá fram skóna á nýjan leik. Kristján Gauti er 27 ára en hann hætti óvænt í fótbolta 23 ára þegar hann var hjá NEC Nijmegen í Hollandi. Persónulegar ástæður voru sagðar liggja að baki en hann hefur aldrei tjáð sig opinberlega um málið.

Kristján Gauti var feykilega mikið efni á sínum tíma og fór ungur í Liverpool þar sem hann lék fyrir yngri lið félagsins.

Hann lék síðast fyrir FH 2014 þegar hann skoraði fimm mörk í níu leikjum í efstu deild. Hann hefur verið að koma sér í stand undanfarnar vikur og í kvöld fékk hann að spreyta sig.

„Ég var mjög mikið meiddur, þrálát meiðsli trekk í trekk. Ég þurfti að taka þessa ákvörðun fyrir sjálfan mig. Ég fann fyrir áhugaleysi og var ekki spenntur að mæta á æfingar. Þetta var virkilega erfið ákvörðun, en ég sé ekki eftir henni. Ég fann fyrir því að áhuginn væri kominn aftur og þess vegna ákvað ég að taka fram skóna. Ég er virkilega ánægður með það."

Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner