Guehi til Liverpool - Salah kennt um erfiðleika Wirtz - Tottenham vill markmann - Tchouameni til Man Utd og Toney til Englands
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
   fim 30. júlí 2020 20:08
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kristján Gauti: Þurfti að taka þessa ákvörðun fyrir sjálfan mig
Kristján Gauti í leiknum í kvöld.
Kristján Gauti í leiknum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Kristján Gauti Emilsson sneri aftur inn á fótboltavöllinn í kvöld eftir fimm ára hlé.

Lestu um leikinn: FH 3 -  1 Þór

Hann kom inn á sem varamaður í 3-1 sigri FH gegn Þór í 16-liða úrslitum Mjólkurbikars karla.

„Við erum með það markmið að við ætlum að reyna að komast aftur í úrslitaleikinn eins og í fyrra," sagði Kristján Gauti í samtali við Fótbolta.net eftir leik.

Kristján gekk aftur í raðir FH í júní og tók þá fram skóna á nýjan leik. Kristján Gauti er 27 ára en hann hætti óvænt í fótbolta 23 ára þegar hann var hjá NEC Nijmegen í Hollandi. Persónulegar ástæður voru sagðar liggja að baki en hann hefur aldrei tjáð sig opinberlega um málið.

Kristján Gauti var feykilega mikið efni á sínum tíma og fór ungur í Liverpool þar sem hann lék fyrir yngri lið félagsins.

Hann lék síðast fyrir FH 2014 þegar hann skoraði fimm mörk í níu leikjum í efstu deild. Hann hefur verið að koma sér í stand undanfarnar vikur og í kvöld fékk hann að spreyta sig.

„Ég var mjög mikið meiddur, þrálát meiðsli trekk í trekk. Ég þurfti að taka þessa ákvörðun fyrir sjálfan mig. Ég fann fyrir áhugaleysi og var ekki spenntur að mæta á æfingar. Þetta var virkilega erfið ákvörðun, en ég sé ekki eftir henni. Ég fann fyrir því að áhuginn væri kominn aftur og þess vegna ákvað ég að taka fram skóna. Ég er virkilega ánægður með það."

Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner