Man Utd hefur engan áhuga á Ramos - Tottenham reynir að selja Bissouma - Bayern ætlar að ræða við Guehi
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
banner
   fim 30. júlí 2020 20:08
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kristján Gauti: Þurfti að taka þessa ákvörðun fyrir sjálfan mig
Kristján Gauti í leiknum í kvöld.
Kristján Gauti í leiknum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Kristján Gauti Emilsson sneri aftur inn á fótboltavöllinn í kvöld eftir fimm ára hlé.

Lestu um leikinn: FH 3 -  1 Þór

Hann kom inn á sem varamaður í 3-1 sigri FH gegn Þór í 16-liða úrslitum Mjólkurbikars karla.

„Við erum með það markmið að við ætlum að reyna að komast aftur í úrslitaleikinn eins og í fyrra," sagði Kristján Gauti í samtali við Fótbolta.net eftir leik.

Kristján gekk aftur í raðir FH í júní og tók þá fram skóna á nýjan leik. Kristján Gauti er 27 ára en hann hætti óvænt í fótbolta 23 ára þegar hann var hjá NEC Nijmegen í Hollandi. Persónulegar ástæður voru sagðar liggja að baki en hann hefur aldrei tjáð sig opinberlega um málið.

Kristján Gauti var feykilega mikið efni á sínum tíma og fór ungur í Liverpool þar sem hann lék fyrir yngri lið félagsins.

Hann lék síðast fyrir FH 2014 þegar hann skoraði fimm mörk í níu leikjum í efstu deild. Hann hefur verið að koma sér í stand undanfarnar vikur og í kvöld fékk hann að spreyta sig.

„Ég var mjög mikið meiddur, þrálát meiðsli trekk í trekk. Ég þurfti að taka þessa ákvörðun fyrir sjálfan mig. Ég fann fyrir áhugaleysi og var ekki spenntur að mæta á æfingar. Þetta var virkilega erfið ákvörðun, en ég sé ekki eftir henni. Ég fann fyrir því að áhuginn væri kominn aftur og þess vegna ákvað ég að taka fram skóna. Ég er virkilega ánægður með það."

Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner