Dyche að taka við Forest - Chelsea vill Aghehowa - Njósnarar Barcelona sáu Greenwood fara á kostum
Freyr Sigurðsson: Æðislegt að spila með þeim
Jökull: Per tímabil hefur enginn afrekað meira
Rúnar Kristins: Engin brjálæðisleg gulrót
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
Túfa um Sigga Lár: Það er ekki í neinum klúbbi ég eða þú
Haddi: Virkilega góður dagur fyrir KA
Kjartan Henry um þjálfarastöðu FH: Mér skilst að það sé búið að ráða í þá stöðu
Siggi Lár ósáttur við viðskilnaðinn: Ég er búinn að reyna að tala við stjórn Vals í allt sumar
Hallgrímur Mar: Var búinn að hugsa um þetta fyrr í leiknum
„Vorum á botninum og höfðum engu að tapa“
Hrannar Snær: Verðum að vona það besta
Segir markmann ÍBV hafa eiginlega kýlt sig og Láka saka sig um dýfur
„Bara eins og maður hafi verið stunginn"
Lárus Orri: Hélt ég myndi ekki standa skælbrosandi á KA vellinum eftir að hafa tapað 5-1
Eiður Aron að flytja suður - „Væri frábært að skilja við liðið í efstu deild og í Evrópukeppni"
Láki fékk rautt - „Finnst allt í lagi að manni sé sýnd virðing“
Jón Þór: Þá skiptir það ekki fokking máli
Óskar lætur stöðutöfluna ekki skilgreina líf sitt - „Sef vel á nóttunni og vakna glaður“
Óskar Borgþórs hótaði að rífa sig úr að ofan - „Það var bara til að æsa aðeins"
Evrópusætið ekki lengur í höndum Breiðabliks - „Ömurleg tilfinning"
banner
   fim 30. júlí 2020 20:08
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kristján Gauti: Þurfti að taka þessa ákvörðun fyrir sjálfan mig
Kristján Gauti í leiknum í kvöld.
Kristján Gauti í leiknum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Kristján Gauti Emilsson sneri aftur inn á fótboltavöllinn í kvöld eftir fimm ára hlé.

Lestu um leikinn: FH 3 -  1 Þór

Hann kom inn á sem varamaður í 3-1 sigri FH gegn Þór í 16-liða úrslitum Mjólkurbikars karla.

„Við erum með það markmið að við ætlum að reyna að komast aftur í úrslitaleikinn eins og í fyrra," sagði Kristján Gauti í samtali við Fótbolta.net eftir leik.

Kristján gekk aftur í raðir FH í júní og tók þá fram skóna á nýjan leik. Kristján Gauti er 27 ára en hann hætti óvænt í fótbolta 23 ára þegar hann var hjá NEC Nijmegen í Hollandi. Persónulegar ástæður voru sagðar liggja að baki en hann hefur aldrei tjáð sig opinberlega um málið.

Kristján Gauti var feykilega mikið efni á sínum tíma og fór ungur í Liverpool þar sem hann lék fyrir yngri lið félagsins.

Hann lék síðast fyrir FH 2014 þegar hann skoraði fimm mörk í níu leikjum í efstu deild. Hann hefur verið að koma sér í stand undanfarnar vikur og í kvöld fékk hann að spreyta sig.

„Ég var mjög mikið meiddur, þrálát meiðsli trekk í trekk. Ég þurfti að taka þessa ákvörðun fyrir sjálfan mig. Ég fann fyrir áhugaleysi og var ekki spenntur að mæta á æfingar. Þetta var virkilega erfið ákvörðun, en ég sé ekki eftir henni. Ég fann fyrir því að áhuginn væri kominn aftur og þess vegna ákvað ég að taka fram skóna. Ég er virkilega ánægður með það."

Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner