Man Utd í viðræðum um Donnarumma - Rodrigo Muniz er orðaður við Newcastle
Heimsóknin - KFA og Höttur/Huginn
Þjálfari Silkeborg: Dáist að aganum í leik KA
Fyrirliði Silkeborg: Kom mér smá á óvart að þeir æfa ekki eins og atvinnumannalið
Haddi Jónasar: Það er komin alvöru pressa á þá
Langþráður draumur KA manna rætist - „Loksins erum við komnir heim; upp á Brekku"
Gísli Gotti: Maður upplifir ekki oft svona leiki en þetta var ekkert eðlilega gaman
Bjarni Jó: Er það ekki svona sem við viljum hafa þetta?
Alli Jó: Ekki skemmtilegur leikur fyrir hlutlausan
Gabríel Aron: Það er mín upplifun
Gabríel Snær: Þeir segja að það sé algjört rugl að fara þangað
Jóhann Birnir: Vorum ekki upp á okkar besta í dag
Gunnar Már: Hrein og klár vonbrigði
Dóri um næsta verkefni - „Andstæðingur sem við getum slegið út á mjög góðum degi"
Sagan endurtekur sig vonandi ekki: „Gömlu karlarnir í gæslunni ná að hafa stjórn á þeim“
FH skrifaði söguna - „Það verður bara veisla á Laugardalsvelli"
„Svolítið bras á okkur í fyrri hálfleik"
Venni: Þetta veðmál gékk upp í dag
Arnar: Maður getur ekki verið vondur þegar menn eru að reyna að gera réttu hluti
Gústi Gylfa: Á meðan við skorum ekki mörk þá endar þetta á verstan veg
Gunnar Heiðar: Litum við bara mjög vel út og mörkin frábær
   mið 30. júlí 2025 21:59
Brynjar Óli Ágústsson
Alli Jó: Ekki skemmtilegur leikur fyrir hlutlausan
Lengjudeildin
Aðalsteinn Jóhann Friðriksson, þjálfari Völsung.
Aðalsteinn Jóhann Friðriksson, þjálfari Völsung.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

,,Eins og leikurinn kláraðist þá get ég ekki annað en tekið punktinn fagnandi. Við lendum undir á 87. mínútu og jöfnum á 90, þannig að ég er mjög sáttur með það,'' segir Aðalsteinn Jóhann Friðriksson, þjálfari Völsung, eftir 1-1 jafntefli gegn Fjölni í 15. umferð Lengjudeildarinnar.


Lestu um leikinn: Fjölnir 1 -  1 Völsungur

„Mér fannst við ekki nógu góðir í fyrri hálfleik. Fjölnir voru betri aðillin og mér fannst við koma sterkari inn í seinni hálfleikinn og svo fer þetta að jafnast þegar fer að lýða á. Svo virðist þetta vera fjara út þegar þeir fá víti og þá var mjög gott að koma til baka,''

Jens, dómari leiksins, hafði í nógu að snúast í lokamínútunum þegar hann dæmdi tvær vítaspyrnur með um það bil tveggja mínútna millibili.

„Bara hárréttur held ég. Þeirra maður gerir árás utan að og okkar maður fellur aðeins í gildruna og hitt skiptið þá er aðeins of aggresívur varnarmaður sem sparkar aftan í leikmann hjá okkur,''

Leikurinn virtist stefna í markalaust jafntefli, en vítaspyrnudómar breyttu því.

„Þegar leikurinn er að nálgast 90 þá er hann að fjara út stefnir í markalaust jafntefli. En þá kemur þetta til að krydda leikinn aðeins, þá kemur stuð og stemning í restina. Mögulega ekki skemmtilegur leikur fyrir hlutlausan,''

Alli verður áfram í bænum þar sem hann er einnig aðalþjálfari kvennaliðs Völsungs, en liðið mætir Fjölni á sama velli á morgun.

„Það er leikurinn hér á morgun á sama tíma og sama velli. Topp slagur og stelpurnar þurfa að gíra sér í það. Ég fæ að sleppa við ferðalagið og gisti hérna í nótt,''

Hægt er að horfa á viðtalið í heild sinni fyrir ofan.


Athugasemdir