Tottenham í bílstjórasætinu um Akanji - Chelsea undirbýr tilboð - Verður Rogers arftaki Elliott hjá Liverpool?
Halli Hróðmars hrikalega svekktur: Þurfum fleiri stig
Alli Jói: Notuðum gagnrýnina sem bensín
Siggi Höskulds: Finnst að KSÍ hefði átt að breyta mótinu
Bjarni Jó: Þetta eru bara bikarúrslit
Venni: Þetta var karaktersigur
Sjáðu vítadóminn í Kórnum: „Vil helst ekki segja neitt um þetta“
Gunnar Már: Ég er hundsvekktur
Fylkir fékk umdeilda vítaspyrnu: „Ég held að við höfum alveg átt þetta inni“
„Veit ekki hversu marga maður hefur hitt sem hafa spurt hvort það sé eitthvað panic"
Gústi Gylfa: Vantaði bara hugrekki í okkur
Stórir póstar á leið í U19 verkefni á óheppilegum tíma - „Það koma bara aðrir menn inn og þeir fá tækifærið"
Haraldur Freyr: Við vorum bara litlir í okkur
„Ekki hægt að leggja árar í bát og gefast upp útaf einhverri helvítis töflu”
Guðni Eiríks: Fókuspunkturinn að svara fyrir skítaleik
Arnar Gunnlaugs: Þetta er sexí hópur
Hólmar Örn: Maður þurfti aðeins að hrista það af sér
Magnús Már: Margt jákvætt í frammistöðunni en niðurstaðan súr
Sölvi Geir: Vonandi er búið að losna um tómatsósuna hjá honum
Túfa: Þvílík endurkoma eftir að hafa verið með bakið uppvið vegg
Oliver Ekroth: Allir leikir eins og úrslitaleikir
   mið 30. júlí 2025 21:59
Brynjar Óli Ágústsson
Alli Jó: Ekki skemmtilegur leikur fyrir hlutlausan
Lengjudeildin
Aðalsteinn Jóhann Friðriksson, þjálfari Völsung.
Aðalsteinn Jóhann Friðriksson, þjálfari Völsung.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

,,Eins og leikurinn kláraðist þá get ég ekki annað en tekið punktinn fagnandi. Við lendum undir á 87. mínútu og jöfnum á 90, þannig að ég er mjög sáttur með það,'' segir Aðalsteinn Jóhann Friðriksson, þjálfari Völsung, eftir 1-1 jafntefli gegn Fjölni í 15. umferð Lengjudeildarinnar.


Lestu um leikinn: Fjölnir 1 -  1 Völsungur

„Mér fannst við ekki nógu góðir í fyrri hálfleik. Fjölnir voru betri aðillin og mér fannst við koma sterkari inn í seinni hálfleikinn og svo fer þetta að jafnast þegar fer að lýða á. Svo virðist þetta vera fjara út þegar þeir fá víti og þá var mjög gott að koma til baka,''

Jens, dómari leiksins, hafði í nógu að snúast í lokamínútunum þegar hann dæmdi tvær vítaspyrnur með um það bil tveggja mínútna millibili.

„Bara hárréttur held ég. Þeirra maður gerir árás utan að og okkar maður fellur aðeins í gildruna og hitt skiptið þá er aðeins of aggresívur varnarmaður sem sparkar aftan í leikmann hjá okkur,''

Leikurinn virtist stefna í markalaust jafntefli, en vítaspyrnudómar breyttu því.

„Þegar leikurinn er að nálgast 90 þá er hann að fjara út stefnir í markalaust jafntefli. En þá kemur þetta til að krydda leikinn aðeins, þá kemur stuð og stemning í restina. Mögulega ekki skemmtilegur leikur fyrir hlutlausan,''

Alli verður áfram í bænum þar sem hann er einnig aðalþjálfari kvennaliðs Völsungs, en liðið mætir Fjölni á sama velli á morgun.

„Það er leikurinn hér á morgun á sama tíma og sama velli. Topp slagur og stelpurnar þurfa að gíra sér í það. Ég fæ að sleppa við ferðalagið og gisti hérna í nótt,''

Hægt er að horfa á viðtalið í heild sinni fyrir ofan.


Athugasemdir