Aston Villa hefur sett sig í samband við portúgalska félagið Porto vegna spænska framherjans Samu Agehowa. Daily Mail greinir frá þessu í dag.
Porto mun ekki hlusta á tilboð undir 55 milljónum punda og horfir Andre Villas-Boas, forseti Porto, á upphæðina sem Sporting fékk fyrir Viktor Gyökeres á dögunum.
Gyökeres var seldur til Arsenal fyrir 64 milljónir punda.
Agehowa skoraði 19 mörk fyrir Porto í deildinni á síðustu leiktíð og á þá 2 A-landsleik fyrir Spán.
Þá var hann annar markahæstur í Evrópudeildinni með 6 mörk, en tvö þeirra komu gegn Manchester United.
Villa-menn eru í leit að framherja fyrir tímabilið. Ollie Watkins gæti verið á förum í glugganum og þá hefur félagið ekki enn fyllt í skarðið sem Jhon Duran skildi eftir sig er hann gekk í raðir Al Nassr í janúar.
Athugasemdir