Man Utd í viðræðum um Donnarumma - Rodrigo Muniz er orðaður við Newcastle
Heimsóknin - KFA og Höttur/Huginn
Þjálfari Silkeborg: Dáist að aganum í leik KA
Fyrirliði Silkeborg: Kom mér smá á óvart að þeir æfa ekki eins og atvinnumannalið
Haddi Jónasar: Það er komin alvöru pressa á þá
Langþráður draumur KA manna rætist á morgun - „Loksins erum við komnir heim; upp á Brekku"
Gísli Gotti: Maður upplifir ekki oft svona leiki en þetta var ekkert eðlilega gaman
Bjarni Jó: Er það ekki svona sem við viljum hafa þetta?
Alli Jó: Ekki skemmtilegur leikur fyrir hlutlausan
Gabríel Aron: Það er mín upplifun
Gabríel Snær: Þeir segja að það sé algjört rugl að fara þangað
Jóhann Birnir: Vorum ekki upp á okkar besta í dag
Gunnar Már: Hrein og klár vonbrigði
Dóri um næsta verkefni - „Andstæðingur sem við getum slegið út á mjög góðum degi"
Sagan endurtekur sig vonandi ekki: „Gömlu karlarnir í gæslunni ná að hafa stjórn á þeim“
FH skrifaði söguna - „Það verður bara veisla á Laugardalsvelli"
„Svolítið bras á okkur í fyrri hálfleik"
Venni: Þetta veðmál gékk upp í dag
Arnar: Maður getur ekki verið vondur þegar menn eru að reyna að gera réttu hluti
Gústi Gylfa: Á meðan við skorum ekki mörk þá endar þetta á verstan veg
Gunnar Heiðar: Litum við bara mjög vel út og mörkin frábær
   mið 30. júlí 2025 19:34
Kári Snorrason
Sagan endurtekur sig vonandi ekki: „Gömlu karlarnir í gæslunni ná að hafa stjórn á þeim“
Sölvi Geir Ottesen, þjálfari Víkings.
Sölvi Geir Ottesen, þjálfari Víkings.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stuðningsmenn og stjórnarmenn Vllaznia voru blóðheitir gegn Val í fyrra.
Stuðningsmenn og stjórnarmenn Vllaznia voru blóðheitir gegn Val í fyrra.
Mynd: Skjáskot/Valur
Á morgun tekur Víkingur á móti albanska liðinu Vllaznia í seinni leik liðanna í 2. umferð forkeppninnar í Sambandsdeildinni. Fyrri leikurinn endaði með 2-1 sigri albanska liðsins á heimavelli. Leikurinn hefst klukkan 18:45 á Víkingsvelli.

Sölvi Geir Ottesen, þjálfari Víkings mætti brattur í viðtal á blaðamannafundi sem haldinn var síðdegis.

„Vissulega voru þetta ekki úrslitin sem við vildum í fyrri leiknum, en það var bara fyrri hálfleikur. Nú höfum við heilar 90 mínútur til að spila seinni hálfleikinn.``

Hann telur liðið undirbúnara núna í ljósi þess hve erfitt var að greina albanska liðið fyrir fyrri leikinn.
„Það voru þjálfaraskipti, deildin var ekki byrjuð, við horfðum á æfingaleikina, en núna fengum við skýrari mynd."

„Við þurfum að sleppa tæknilegum mistökum og klafamistökum. Það mun kosta sinn tíma, að öllum líkindum munu þeir reyna að tefja, ef ég þekki þessi lið rétt. Við höfum keppt á móti þeim áður, þannig við vitum svolítið hvernig þeir eru. Þeim leiðist ekki að henda sér niður og tefja."

Hiti á Hlíðarenda í fyrra

Vllaznia mætti Val í forkeppni Sambandsdeildarinnar í fyrra. Mikið gekk á þegar liðin mættu á Hlíðarenda, framkvæmdarstjóri hótaði þar á meðal stjórnarmönnum Vals lífláti og ýmiss konar aðskotahlutum kastað inn á völlinn.

Sölvi vonast til að allt verði með kyrrum kjörum í stúkunni, ef ekki taka reynslumiklir gæslumenn málin í sínar hendur.

„Það vill enginn að það verða vandræði og leiðindi uppi í stúku. Ég veit að Víkingsstuðningsmennirnir hagi sér vel. Ég vona að Stebbi Halldórs og gömlu karlarnir í gæslunni ná að hafa stjórn á þeim."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner