Man Utd í viðræðum um Donnarumma - Rodrigo Muniz er orðaður við Newcastle
   mið 30. júlí 2025 17:30
Elvar Geir Magnússon
Villi Alvar með flautuna í Lúxemborg
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenskur dómarakvartett verður á Sambandsdeildarviðureign UNA Strassen frá Lúxemborg og skoska liðsins Dundee United á fimmtudag.

Leikurinn fer fram á Differdange-leikvanginum í Lúxemborg en Dundee er með 1-0 forystu í veganesti fyrir leikinn.

Vilhjálmur Alvar Þórarinsson dæmir leikinn og aðstoðardómarar verða Gylfi Már Sigurðsson og Kristján Már Ólafs. Gunnar Oddur Hafliðason verður fjórði dómari.

Fleiri íslenskir dómarar verða í verkefnum á morgun en Ívar Orri Kristjánsson dæmir leik AZ Alkmaar og Ilves í Hollandi og Helgi Mikael Jónasson er í Svíþjóð þar sem AIK mun taka á móti Paide Linnameeskond frá Eistlandi.


Athugasemdir
banner