Man Utd í viðræðum um Donnarumma - Rodrigo Muniz er orðaður við Newcastle
   mið 30. júlí 2025 20:00
Brynjar Ingi Erluson
Lagður inn á spítala eftir að hafa verið bitinn í typpið
Mynd: EPA
Spænski sóknarmaðurinn Carles Perez lenti í heldur óskemmtilegu atviki er hann var í gönguferð með hund sinn í grísku borginni Thessaloniki í dag.

Perez, sem er á láni hjá gríska félaginu Aris frá Celta Vigo, var á röltinu með hund sinn er annar hundur réðst á hund Perez sem varð til þess að spænski leikmaðurinn þurfti að skerast inn í leikinn.

Samkvæmt grískum miðlum beit árásarhundurinn Perez í kynfærin og leitaði leikmaðurinn sér strax hjálpar á spítala til þess að hlúa að sárunum.

Hann var útskrifaður stuttu síðar með nokkra skurði og verður fylgst áfram með líðan hans næstu daga.

Ömurleg byrjun á dvöl hans í Grikklandi en hann flutti til landsins fyrir aðeins þremur vikum. Hann kom upp í gegnum akademíu Barcelona og spilaði 13 leiki með aðalliðinu.

Einnig lék hann með Roma á Ítalíu og var þá á láni hjá Getafe á síðustu leiktíð.
Athugasemdir
banner