Höjlund, Sesko, Palhinha, Sancho, Garnacho, Guehi, Eze, Echeverri og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 31. júlí 2025 13:44
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Rashford lagði upp eitt af sjö mörkum Barcelona
Marcus Rashford.
Marcus Rashford.
Mynd: Barcelona
Seoul 3 - 7 Barcelona
Mörk Barcelona: Lamine Yamal 2, Ferran Torres 2, Robert Lewandowski, Andreas Christensen og Gavi.

Marcus Rashford lagði upp síðasta mark Barcelona í 7-3 sigri gegn Seoul frá Suður-Kóreu í æfingaleik í dag.

Robert Lewandowski skoraði fyrsta mark leiksins og Lamine Yamal bætti svo við öðru stuttu síðar. Seoul sýndi karakter og jafnaði metin, en Yamal gerði sitt annað mark fyrir hlé og sá til þess að Börsungar fóru inn í hálfleik með forystuna.

Rashford kom inn á í síðari hálfleik og hann lagði upp síðasta mark leiksins fyrir Ferran Torres, sem gerði tvö mörk í leiknum. Andreas Christensen og Gavi voru einnig á skotskónum í seinni hálfleik.

Barcelona heldur núna áfram í æfingaferð sinni í Suður-Kóreu og mætir Daegu í næstu viku.
Athugasemdir
banner
banner
banner