Höjlund, Sesko, Palhinha, Sancho, Garnacho, Guehi, Eze, Echeverri og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 31. júlí 2025 13:38
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ótrúlegt sigurmark þegar Tottenham lagði Arsenal
Pape Matar Sarr gerði sigurmark Tottenham.
Pape Matar Sarr gerði sigurmark Tottenham.
Mynd: EPA
Arsenal 0 - 1 Tottenham
0-1 Pape Matar Sarr ('45)

Tottenham lagði Arsenal í æfingaleik í Hong Kong í dag. Sigurmarkið var frekar magnað.

Þetta var fyrsti leikur þessara nágrannaliða utan Englands.

Eina mark leiksins gerði miðjumaðurinn Pape Matar Sarr rétt fyrir lok fyrri hálfleiks. Myles Lewis-Skelly tapaði boltanum á miðjum vellinum og David Raya var langt út úr marki sínu. Sarr sá það og setti boltann yfir Raya frá miðjum vellinum.

Viktor Gyökeres kom inn á í sínum fyrsta leik fyrir Arsenal í síðari hálfleik en náði ekki að setja mark sitt á leikinn.

Lokatölur voru 1-0 fyrir Tottenham í þessum leik.


Enski boltinn - Tottenham verður besta liðið í Evrópu
Athugasemdir
banner
banner