Man Utd í viðræðum um Donnarumma - Rodrigo Muniz er orðaður við Newcastle
   mið 30. júlí 2025 18:30
Brynjar Ingi Erluson
Palace hafnar tilboði Atalanta í Mateta
Mynd: EPA
Bikarmeistarar Crystal Palace hafa hafnað 30 milljóna punda tilboði Atalanta í franska sóknarmanninn Jean-Philippe Mateta. Breska ríkissútvarpið (BBC) segir frá þessu.

Framherjinn á tvö ár eftir af samningnum hjá Palace og er enn óljóst hvort félagið sé reiðubúið að selja hann í sumar.

BBC segir að Atalanta hafi lagt fram fyrsta tilboð í Mateta í dag sem var umsvifalaust hafnað af Palace.

Atalanta missti Mateo Reteugi til Al Quadsiah í Sádi-Arabíu fyrir 56 milljónir punda í glugganum og er það nú í leit að framherja með svipuð gæði.

Mateta er efstur á listanum en Atalanta hefur einnig áhuga á Rodrigo Muniz hjá Fulham ásamt Nikola Krstovic hjá Lecce og Tolu Arokodare hjá Genk.

Mikil óvissa ríkir í leikmannamálum Palace. Arsenal er á eftir Eberechi Eze og þá er Liverpool sagt ætla að reyna við fyrirliðann, Marc Guehi, sem verður samningslaus á næsta ári.
Athugasemdir
banner