Rúben Amorim, stjóri Manchester United, hefur tjáð sig um framtíð Rasmus Höjlund hjá félaginu. Manchester United er í leit að nýjum sóknarmanni og hafa Benjamin Sesko og Ollie Watkins verið orðaðir við félagið.
Amorim vill ekki staðfesta að Höjlund verði hjá United á næsta tímabili en danski sóknarmaðurinn var í brasi á síðasta tímabili og fékk mikla gagnrýni.
„Ég er mjög ánægður með Rasmus, en ég veit ekki hvað mun gerast fyrr en félagaskiptaglugganum verður lokað,“ sagði Amorim eftir 4-1 sigur gegn Bournemouth í æfingaleik í Chicago. Höjlund skoraði fyrsta markið.
„Það mikilvægasta er að Rasmus skorar mörk og tengir leikinn vel. Hann er að bæta sig og við erum að spila betur vegna þess að hann er að spila betur,“ bætti Amorim við.
Athugasemdir