Liverpool undirbýr mettilboð í Alexander Isak - Rasmus Höjlund nálgast Napoli
Halli Hróðmars hrikalega svekktur: Þurfum fleiri stig
Alli Jói: Notuðum gagnrýnina sem bensín
Siggi Höskulds: Finnst að KSÍ hefði átt að breyta mótinu
Bjarni Jó: Þetta eru bara bikarúrslit
Venni: Þetta var karaktersigur
Sjáðu vítadóminn í Kórnum: „Vil helst ekki segja neitt um þetta“
Gunnar Már: Ég er hundsvekktur
Fylkir fékk umdeilda vítaspyrnu: „Ég held að við höfum alveg átt þetta inni“
„Veit ekki hversu marga maður hefur hitt sem hafa spurt hvort það sé eitthvað panic"
Gústi Gylfa: Vantaði bara hugrekki í okkur
Stórir póstar á leið í U19 verkefni á óheppilegum tíma - „Það koma bara aðrir menn inn og þeir fá tækifærið"
Haraldur Freyr: Við vorum bara litlir í okkur
„Ekki hægt að leggja árar í bát og gefast upp útaf einhverri helvítis töflu”
Guðni Eiríks: Fókuspunkturinn að svara fyrir skítaleik
Arnar Gunnlaugs: Þetta er sexí hópur
Hólmar Örn: Maður þurfti aðeins að hrista það af sér
Magnús Már: Margt jákvætt í frammistöðunni en niðurstaðan súr
Sölvi Geir: Vonandi er búið að losna um tómatsósuna hjá honum
Túfa: Þvílík endurkoma eftir að hafa verið með bakið uppvið vegg
Oliver Ekroth: Allir leikir eins og úrslitaleikir
   mið 30. júlí 2025 22:09
Brynjar Ingi Erluson
Bjarni Jó: Er það ekki svona sem við viljum hafa þetta?
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við lögðum okkur alla í þetta og gáfum flottan leik hérna, en sorglegt að við gátum ekki komið boltanum yfir línuna. Við sáum muninn á því að vera ofar í deildinni og vera í þessum neðri hluta. Markið sem skilur að er þannig að það dettur allt með þeim, en ágætis frammistaða minna manna. Okkur tókst ekki að skora og þar af leiðandi vinnum við ekki leikinn,“ sagði Bjarni Jóhannsson, þjálfari Selfoss, eftir svekkjandi 1-0 tap gegn ÍR í Lengjudeildinni í kvöld.

Lestu um leikinn: Selfoss 0 -  1 ÍR

Selfyssingar fengu álitleg færi eins og ÍR-ingar, en fóru illa með þau á meðan Robert Blakala var að verja eins og berserkur í marki heimamanna.

„Við fengum alveg færi og þeir auðvitað líka, en mér fannst ekki stór munur á getu liðanna. Auðvitað er maður svekktur við tapið en frammistaðan er eitthvað til að byggja á.“

Bjarni var ánægður með frammistöðu Blakala.

„Hann var mjög 'solid' í markinu. Robert er mjög traustur markmaður og átti flottan leik í dag.“

Heimamaðurinn Jón Daði Böðvarsson gekk aftur í raðir Selfoss eftir flottan feril erlendis, en hann hefur ekki enn spilað vegna meiðsla. Bjarni vonast eftir fréttum í næstu viku.

„Ég veit það ekki. Það skýrist um miðja næstu viku og vonandi verða það góðar fréttir en vitum ekkert endanlega ennþá.“

Mikil spenna er í Lengjudeildinni í ár. Selfoss, sem er í 9. sæti, er aðeins þremur stigum fyrir ofan Leikni sem er í neðsta sætinu.

„Þessi deild skiptist algerlega í tvennt og það er geysileg spenna um hvert einasta sæti í þessari deild. Er það ekki svona sem við viljum hafa þetta?“ sagði Bjarni og spurði í lok viðtals.
Lengjudeild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
Athugasemdir