Man Utd í viðræðum um Donnarumma - Rodrigo Muniz er orðaður við Newcastle
   fim 31. júlí 2025 11:43
Elvar Geir Magnússon
Dani tekur við Sheffield Wednesday í ólgusjó
Henrik Pedersen.
Henrik Pedersen.
Mynd: Sheffield Wednesday
Sheffield Wednesday hefur ráðið Henrik Pedersen sem nýjan stjóra og hann tekur við starfinu af Danny Röhl sem sagði upp í vikunni.

Pedersen er 47 ára Dani sem var aðstoðarmaður Röhl.

Það er mjög erfitt ástand hjá Sheffield Wednesday en Championship-deildin fer í gang í eftir rúma viku.

Félagið er í kaupbanni, launagreiðslur hafa látið bíða eftir sér og taílenski viðskiptamaðurinn Dejphon Chansiri er að reyna að selja klúbbinn.

„Ég er afskaplega stoltur af því að verða stjóri hjá þessu yndislega félagi. Þetta verður ekki auðvelt en þessi ólgusjór mun ekki trufla okkur of mikið. Til stuðningsmanna vil ég biðla að við stöndum saman og stöndum á bak við liðið," segir Pedersen.

Pedersen hefur áður stýrt HB Köge, Eintracht Braunschweig, Strömsgodset og Vendsyssel FF.
Athugasemdir
banner
banner
banner