Alfreð Finnbogason hefur fengið félagaskipti yfir í Augnablik, venslafélag Breiðabliks.
Alfreð lagði skóna á hilluna í fyrra eftir glæstan feril en það er spurning hvort að hann muni dusta rykið af þeim til að leika sér með Augnabliki í 3. deildinni.
Alfreð lagði skóna á hilluna í fyrra eftir glæstan feril en það er spurning hvort að hann muni dusta rykið af þeim til að leika sér með Augnabliki í 3. deildinni.
Alfreð átti stórkostlegan feril en hann var síðast á mála hjá Eupen í Belgíu.
Alfreð gekk ungur að árum til Breiðabliks og hóf meistaraflokksferil sinn í Kópavogi. Hann hefur spilað með liðum á borð við Augsburg, Real Sociedad og Heerenveen ásamt Lyngby og Eupen á atvinnumannaferli sínum.
Alfreð, sem er 35 ára, lék sinn fyrsta A-landsleik fyrir Ísland árið 2010 í æfingaleik gegn Færeyjum. Hann er hluti af gullkynslóðinni svokölluðu sem vann sér sæti á EM 2016 og HM 2018. Hann skoraði fyrsta mark Ísland á HM í Rússlandi 2018 í eftirminnilegum leik gegn Argentínu.
Hann var síðasta sumar ráðinn í starf hjá Breiðabliki, sem tæknilegur ráðgjafi knattspyrnudeildar.
Augnablik er sem stendur á toppi 3. deildar og er í harðri baráttu um að komast upp.
Athugasemdir