Höjlund, Sesko, Palhinha, Sancho, Garnacho, Guehi, Eze, Echeverri og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
banner
sunnudagur 3. ágúst
Besta-deild karla
laugardagur 2. ágúst
miðvikudagur 30. júlí
Lengjudeild karla
Lengjudeild kvenna
Forkeppni Meistaradeildarinnar
Lengjudeild karla
mánudagur 28. júlí
Besta-deild karla
laugardagur 26. júlí
2. deild karla
Besta-deild karla
Lengjudeild karla
fimmtudagur 24. júlí
Besta-deild kvenna
Lengjudeild kvenna
Besta-deild kvenna
Forkeppni Sambandsdeildarinnar
Besta-deild kvenna
Lengjudeild kvenna
Forkeppni Sambandsdeildarinnar
miðvikudagur 23. júlí
þriðjudagur 22. júlí
Forkeppni Meistaradeildarinnar
sunnudagur 20. júlí
Besta-deild karla
fimmtudagur 17. júlí
Besta-deild karla
Forkeppni Sambandsdeildarinnar
þriðjudagur 15. júlí
Forkeppni Meistaradeildarinnar
Fótbolti.net bikarinn
mánudagur 14. júlí
Besta-deild karla
sunnudagur 13. júlí
fimmtudagur 10. júlí
Forkeppni Sambandsdeildarinnar
EM kvenna
Forkeppni Sambandsdeildarinnar
þriðjudagur 8. júlí
Forkeppni Meistaradeildarinnar
mánudagur 7. júlí
Besta-deild karla
Lengjudeild karla
sunnudagur 6. júlí
EM kvenna
Besta-deild karla
miðvikudagur 2. júlí
EM kvenna
þriðjudagur 1. júlí
Mjólkurbikar karla
mánudagur 30. júní
2. deild karla
föstudagur 1. ágúst
Elitettan - Women
Elfsborg W - Hacken-2 W - 16:00
fim 31.júl 2025 14:00 Mynd: EPA
Magazine image

Spáin fyrir enska: 14. sæti

Það styttist heldur betur í það að þjóðaríþrótt Íslendinga, enska úrvalsdeildin, fari aftur af stað. Líkt og síðustu ár, þá munum við kynna liðin í deildinni eftir því hvar þau enda í sérstakri spá fréttamanna Fótbolta.net.

Lundúnafélaginu West Ham er spáð í neðri hlutanum en það var mjög svo mikið jafnræði með liðunum í sætum ellefu til fimmtán í þessari spá.

West Ham fagnar marki á síðasta tímabili.
West Ham fagnar marki á síðasta tímabili.
Mynd/EPA
Graham Potter er að fara inn í sitt fyrsta heila tímabil með West Ham.
Graham Potter er að fara inn í sitt fyrsta heila tímabil með West Ham.
Mynd/EPA
Todibo er kominn alfarið yfir.
Todibo er kominn alfarið yfir.
Mynd/West Ham
Mohammed Kudus fór í Tottenham.
Mohammed Kudus fór í Tottenham.
Mynd/Tottenham
El Hadji Malick Diouf hefur komið hratt upp á sjónarsviðið.
El Hadji Malick Diouf hefur komið hratt upp á sjónarsviðið.
Mynd/West Ham
Kyle Walker-Peters kom á frjálsri sölu til West Ham í sumar.
Kyle Walker-Peters kom á frjálsri sölu til West Ham í sumar.
Mynd/West Ham
Aaron Wan-Bissaka í baráttu við Alejandro Garnacho.
Aaron Wan-Bissaka í baráttu við Alejandro Garnacho.
Mynd/EPA
Niclas Fullkrug er sterkur sóknarmaður sem hlýtur að skora meira en þrjú mörk á komandi tímabili.
Niclas Fullkrug er sterkur sóknarmaður sem hlýtur að skora meira en þrjú mörk á komandi tímabili.
Mynd/EPA
Alphonse Areola, markvörður West Ham.
Alphonse Areola, markvörður West Ham.
Mynd/EPA
Lucas Paqueta er skapandi miðjumaður.
Lucas Paqueta er skapandi miðjumaður.
Mynd/EPA
Jarrod Bowen er hjartað og sálin í liði West Ham.
Jarrod Bowen er hjartað og sálin í liði West Ham.
Mynd/West Ham
Max Kilman kom frá Wolves fyrir síðasta tímabil.
Max Kilman kom frá Wolves fyrir síðasta tímabil.
Mynd/West Ham
Ekki láta það koma ykkur á óvart ef Ward-Prowse skorar úr aukaspyrnu í vetur.
Ekki láta það koma ykkur á óvart ef Ward-Prowse skorar úr aukaspyrnu í vetur.
Mynd/EPA
Tomas Soucek er sterkur á miðjunni.
Tomas Soucek er sterkur á miðjunni.
Mynd/EPA
Frá Ólympíuvellinum í London, heimavelli West Ham.
Frá Ólympíuvellinum í London, heimavelli West Ham.
Mynd/EPA
West Ham er að fara inn í sitt fyrsta heila tímabil undir stjórn Graham Potter sem vonast til að byggja liðið betur upp eftir erfitt tímabil í fyrra. Potter tók við liðinu um mitt síðasta tímabil, en liðið vann aðeins fimm af 19 leikjum undir hans stjórn og endaði í 14. sæti deildarinnar, sem er sama sæti og spáð er um núna. Niðurstaða síðasta tímabils var mikil vonbrigði fyrir félag sem stefnir á að vera í efri hlutanum og hafði sýnt mikinn metnað á leikmannamarkaðnum síðasta sumar. Kaupin gengu mörg hver ekki upp; leikmaður eins og Niclas Füllkrug sýndi til dæmis alls ekki mikið. Potter er þekktur fyrir rólega og vandaða nálgun og fyrir að vinna vel með unga leikmenn, en hann verður undir pressu að ná árangri fljótt hjá Lundúnafélaginu. Samningurinn hans inniheldur sérstaka riftunarklásúlu, svo þetta tímabil gæti ráðið miklu um framtíð hans hjá félaginu.

Í sumar hafa orðið nokkrar breytingar á leikmannahópnum hjá West Ham. Nokkrir reyndir leikmenn hafa yfirgefið félagið, þar á meðal Michail Antonio, Kurt Zouma og Aaron Cresswell. Þá var sóknarmaðurinn Mohammed Kudus seldur til Tottenham fyrir um 55 milljónir punda og það er mikill missir af honum í sóknarleik liðsins. Í staðinn komu ný andlit eins og miðvörðurinn Jean-Clair Todibo, sem var áður á láni en er nú orðinn fastur leikmaður, og El Hadji Malick Diouf, efnilegur varnarmaður frá Slavia Prag. Þeir fengu einnig Kyle Walker-Peters frítt en hann er með mikla reynslu úr ensku úrvalsdeildinni. Markmiðið er að byggja upp kraftmeira og nútímalegra lið sem passar betur við leikstíl Potter.

Aðdáendur félagsins eru spenntir að sjá hvernig West Ham mun spila í vetur og hvort liðið nái fljótt að spila vel saman. Potter ætlar líklega að færa liðið frá beinskeyttu og varnarsinnaða leikstílnum sem David Moyes notaði. Í staðinn vill hann halda boltanum meira, nota sveigjanleika í stöðum og byggja upp með hraðari og yngri leikmönnum. West Ham hélt í æfingabúðir í Svartaskógi í Þýskalandi í undirbúningnum til að bæta úthald og samvinnu hópsins. Fyrsti leikurinn þeirra er á útivelli gegn nýliðum Sunderland, sem gæti verið gott tækifæri til að byrja vel. Þó að sumir spekúlantar spái þeim fallbaráttu, þá vonast stuðningsmenn til að liðið nái góðum árangri og jafnvel komist í efri hluta töflunnar ef allt gengur upp.

Stjórinn: Graham Potter tekur við West Ham af fullum krafti fyrir tímabilið 2025–26 eftir erfiðan en lærdómsríkan lokahluta síðasta tímabils þar sem hann tók við á því miðju eftir að Julen Lopetegui var látinn fara. Þó að aðeins hafi náðst fimm sigrar í 19 leikjum, þá hafa stjórnarmenn lýst yfir trausti á langtímavinnu hans. Potter er með mjög áhugaverðan feril en hann byrjaði stjóraferil sinn í fjórðu deild í Svíþjóð. Hann fékk ekki nægilega áhugaverð tækifæri á Englandi og ákvað því að taka við Östersund þar sem hann náði mögnuðum árangri og kom liðinu úr fjórðu efstu deild alla leið í Evrópukeppni þar sem liðið mætti meðal annars Arsenal. Potter stýrði svo Swansea og Brighton við góðan orðstír áður en hann tók við Chelsea. Það starf var of stórt fyrir hann á þeim tímapunkti en hann er núna mættur til West Ham sem er meira við hans hæfi. Potter hefur áður sýnt það að hann er frábær stjóri og ef hann finnur réttu blönduna hjá West Ham þá gæti þetta orðið mjög spennandi verkefni á næstu árum.



Leikmannaglugginn: West Ham hefur misst nokkra góða og reynslumikla leikmenn, en félagið hefur fengið nokkra inn í staðinn. Manni líður þó eins og það vanti aðeins meira ef West Ham ætlar sér að koma sér hærra í töflunni.

Komnir:
Jean-Clair Todibo frá Nice - 32,8 milljónir punda
El Hadji Malick Diouf frá Slavia Prag - 22 milljónir punda
Kyle Walker-Peters frá Southampton - Á frjálsri sölu

Farnir:
Mohammed Kudus til Tottenham - 55 milljónir punda
Aaron Cresswell til Stoke - Á frjálsri sölu
Evan Ferguson til Brighton - Var á láni
Carlos Soler til PSG - Var á láni
Danny Ings - Samningur rann út
Vladimir Coufal - Samningur rann út
Lukasz Fabianski - Samningur rann út
Michail Antonio - Samningur rann út
Kurt Zouma - Samningur rann út

Líklegt byrjunarlið


Þrír lykilmenn:
Jean Clair Todibo er miðvörður sem er kominn alfarið yfir til félagsins eftir að hafa verið á láni á síðasta tímabili. Hefur í gegnum tíðina verið orðaður við stór félög en kom til Englands í fyrra og er núna búinn að aðlagast lífinu í London. Hann var byrjunarliðsmaður undir stjórn Potter á síðustu leiktíð og verður í enn mikilvægara hlutverki núna.

Lucas Paqueta er frábær miðjumaður sem hefur verið í vandræðum utan vallar síðustu misseri eftir að hann var ásakaður um að brjóta veðmálareglur. Samkvæmt nýjustu fregnum verður hann sýknaður í þessu máli og það verður örugglega mikill léttir fyrir hann. Paqueta hefur verið að byrja landsleiki fyrir Brasilíu og það segir mikið. Mjög skapandi leikmaður með mikla tækni.

Jarrod Bowen er fyrirliðinn og hjartað í liðinu. Bowen er hættulegasti leikmaður West Ham fram á við en það er vel hægt að færa rök fyrir því að hann sé einn besti leikmaður deildarinnar fyrir utan stærstu sex félögin. Á síðasta tímabili skoraði hann 13 mörk og lagði upp átta ofan á það. Hann hefur bætt sig gríðarlega á tíma sínum hjá West Ham og er virkilega öflugur leikmaður.



Fylgist með: El Hadji Malick Diouf er spennandi vinstri bakvörður sem gekk í raðir West Ham á dögunum frá Slavia Prag í Tékklandi. Hann lék 27 leiki, skoraði sjö mörk og lagði upp þrjú þegar Slavia Prag varð tékkneskur meistari á síðustu leiktíð. Diouf var aðeins leikmaður Slavia Prag í eitt og hálft ár en hann lék áður með Tromsö í Noregi í eitt ár. Hann kom til Tromsö frá Akademíu í Senegal og hefur uppgangur hans verið gríðarlega hraður. Það verður gaman að sjá hvernig hann tekst á við skrefið að spila í ensku úrvalsdeildinni en hann er líklega fyrsti kostur West Ham í stöðu vinstri vængbakvarðar. Lewis Orford er líka spennandi miðjumaður sem gæti fengið mínútur á þessu tímabili en hann hefur heillað á undirbúningstímabilinu. Hann er bara 19 ára gamall og ef hann heldur áfram að þróast þá gæti hann fetað í fótspor Declan Rice sem kom upp í akademíu West Ham.

Besta og versta mögulega niðurstaða: Ef allt gengur upp hjá West Ham í vetur þá mun liðið berjast um að enda í efri hluta töflunnar, í kringum tíunda sætið, og jafnvel að þeir fari langt í bikarkeppnunum líka. En ef allt fer úrskeiðis þá er það ekki útilokað að fallbarátta verði niðurstaðan.

Þau sem spáðu: Anton Freyr Jónsson, Elíza Gígja Ómarsdóttir, Elvar Geir Magnússon, Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson, Haraldur Örn Haraldsson, Ívan Guðjón Baldursson, Kári Snorrason, Mate Dalmay, Snæbjört Pálsdóttir, Stefán Marteinn Ólafsson, Sverrir Örn Einarsson, Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke og Sölvi Haraldsson.

Liðin fengu eitt stig og upp í 20 eftir það hvar hver og einn spáði þeim. Liðið í síðasta sæti fékk eitt stig, liðið í 19. sæti tvö stig og koll af kolli. Stigin í spánni tengjast á engan hátt stigafjölda liðanna í deildinni.
.

Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4. ?
5. ?
6. ?
7. ?
8. ?
9. ?
10. ?
11. ?
12. ?
13. ?
14. West Ham, 92 stig
15. Bournemouth, 85 stig
16. Brentford, 79 stig
17. Leeds, 53 stig
18. Wolves, 50 stig
19. Sunderland, 33 stig
20. Burnley, 22 stig
Athugasemdir