Man Utd í viðræðum um Donnarumma - Rodrigo Muniz er orðaður við Newcastle
   mið 30. júlí 2025 17:24
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Byrjunarlið Breiðabliks gegn Lech Poznan: Fimm breytingar - Gísli Gotti byrjar
Gabríel Snær Hallsson byrjar hjá Blikum.
Gabríel Snær Hallsson byrjar hjá Blikum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gísli Gotti í liði Lech Poznan.
Gísli Gotti í liði Lech Poznan.
Mynd: EPA
Klukkan 18:30 tekur Breiðablik á móti Lech Poznan á Kópavogsvelli. Leikurinn er seinni leikur liðanna í 2. umferð forkeppninnar í Meistaradeildinni, en fyrri leikurinn endaði með 7-1 sigri Lech í Póllandi. Það er því nokkuð ljóst að Breiðablik fellur niður í Evrópudeildina og mun þar mæta Zrinjski Mostar frá Bosníu í 3. umferð keppninnar.

En að leiknum í kvöld, Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, gerir fimm breytingar á sínu liði frá fyrri leiknum. Viktor Örn Margeirsson fékk rautt í Póllandi, er því í banni og Damir Muminovic kemur inn fyrir hann. Gabríel Snær Hallsson kemur inn fyrir Kristin Jónsson, Kristófer Ingi Kristinsson kemur inn fyrir Thobias Thomsen og Aron Bjarnason kemur inn fyrir Ágúst Orra Þorsteinsson. Þá kemur Óli Valur Ómarsson inn fyrir Valgeir Valgeirsson. Gabríel Snær er átján ára vinstri bakvörður.

Anton Logi er ekki í leikmannahópnum en hann glímir við meiðsli. Gísli Gottskálk Þórðarson kemur inn í byrjunarlið Lech frá fyrri leiknum, en hann er uppalinn Bliki sem keyptur var frá Víkingi til Lech í vetur.

Lestu um leikinn: Breiðablik 0 -  1 Lech Poznan

Byrjunarlið:
1. Anton Ari Einarsson (m)
4. Ásgeir Helgi Orrason
6. Arnór Gauti Jónsson
7. Höskuldur Gunnlaugsson (f)
8. Viktor Karl Einarsson
9. Óli Valur Ómarsson
10. Kristinn Steindórsson
11. Aron Bjarnason
23. Kristófer Ingi Kristinsson
29. Gabríel Snær Hallsson
44. Damir Muminovic
Athugasemdir
banner