Man Utd í viðræðum um Donnarumma - Rodrigo Muniz er orðaður við Newcastle
   mið 30. júlí 2025 19:30
Brynjar Ingi Erluson
Newcastle mun ekki selja Isak nema það fái toppframherja í staðinn
Mynd: EPA
Newcastle United mun ekki selja sænska framherjann Alexander Isak til Liverpool nema því takist að finna toppframherja í stað hans. Þetta segir Craig Hope hjá Daily Mail.

Hope var sá fyrsti sem sagði frá því að Isak væri búinn að tjá Newcastle að hann vildi skoða það að fara annað í sumar.

Hann hefur skrifað reglulegar uppfærslur um stöðuna og er útlitið ekki gott fyrir Liverpool í augnablikinu.

Enski blaðamaðurinn segir nú að Newcastle muni ekki láta Isak af hendi nema það finni toppframherja í hans stað.

Allt er útlit fyrir að Man Utd muni hafa betur gegn Newcastle í baráttunni um slóvenska framherjann Benjamin Sesko sem er á mála hjá Leipzig í Þýskalandi.

Illa gengur að koma félagaskiptum yfir línuna, en Sesko verður annar leikmaðurinn á stuttum tíma til að hafna Newcastle á eftir Hugo Ekitike sem endaði á að semja við Liverpool.

Það mun þurfa tvo framherja ef Isak fer þar sem Callum Wilson ákvað að framlengja ekki samning sinn hjá félaginu um mánaðamótin og er nú á leið til West Ham.

Newcastle er með fleiri leikmenn en Sesko á óskalistanum. Þar má nefna þá Ollie Watkins, Jörgen-Strand Larsen, Lois Openda, Yoane Wissa og Nicolas Jackson, þannig það er enn von fyrir stuðningsmenn Liverpool að fá Isak áður en glugginn lokar.
Athugasemdir
banner