Tottenham landar Simons - Man Utd hafnar beiðni Mainoo um að vera lánaður - Villa að kaupa Asensio
   mið 30. júlí 2025 22:23
Brynjar Ingi Erluson
Lengjudeild kvenna: Mikilvægur sigur ÍA - Grindavík/Njarðvík saxaði á forystu toppliðanna
Kvenaboltinn
Grindavík/Njarðvík er að gera góða hluti í deildinni
Grindavík/Njarðvík er að gera góða hluti í deildinni
Mynd: Grindavík
Skagakonur unnu Keflavík
Skagakonur unnu Keflavík
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Skagakonur unnu mikilvægan 2-1 sigur á Keflavík í Lengjudeild kvenna í kvöld. Grindavík/Njarðvík kom sér nær toppliðunum tveimur með 2-0 sigri á Gróttu.

ÍA hefur verið í neðri hlutanum í ár og þurfti sigur til þess að aðskilja sig algerlega frá fallbaráttunni.

Birgitta Lilja Sigurðardóttir opnaði leikinn með marki á 20. mínútu og náðu Skagakonur að bæta við öðru þegar tíu mínútur voru eftir.

Olivia Simmons minnkaði muninn fyrir Keflavík tveimur mínútum síðar en fleiri urðu mörkin ekki og lokatölur því 2-1 ÍA í vil. ÍA er í 6. sæti með 18 stig og komið upp fyrir Keflavík sem er í 8. sæti með 15 stig.

Grindavík/Njarðvík blandar sér í toppbaráttuna

Grindavík/Njarðvík vann öflugan 2-0 sigur á Gróttu á Vivaldi-vellinum á Seltjarnarnesi og var leikurinn í beinni textalýsingu hér á Fótbolta.net.

Gestirnir komust yfir á 9. mínútu er Emma Nicole Phillips skoraði með skoti fyrir utan teig. Heilt yfir var Grindavík/Njarðvík betra liðið og tókst því að skapa sér urmul af færum sem fóru forgörðum.

Júlía Rán Bjarnadóttir bætti við öðru marki á 58. mínútu og aftur kom það eftir hornspyrnu.

Heimakonur fóru að sækja eftir annað markið. Þær reyndu og reyndu en höfðu ekki erindi sem erfiði og lokatölur því 2-0 á Nesinu.

Grindavík/Njarðvík er í þriðja sæti deildarinnar með 26 stig, tveimur stigum frá HK sem er í öðru sæti og fimm stigum frá toppliði ÍBV á meðan Grótta er í 4. sæti með 22 stig.

Grótta 0 - 2 Grindavík/Njarðvík
0-1 Emma Nicole Phillips ('9 )
0-2 Júlía Rán Bjarnadóttir ('58 )
Lestu um leikinn

Keflavík 1 - 2 ÍA
0-1 Birgitta Lilja Sigurðardóttir ('20 )
0-2 Madison Brooke Schwartzenberger ('80 )
1-2 Olivia Madeline Simmons ('82 )
Lengjudeild kvenna
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    ÍBV 17 15 1 1 69 - 14 +55 46
2.    HK 17 12 1 4 48 - 25 +23 37
3.    Grótta 17 11 1 5 35 - 25 +10 34
4.    Grindavík/Njarðvík 16 10 2 4 38 - 21 +17 32
5.    KR 17 8 1 8 42 - 42 0 25
6.    ÍA 17 6 3 8 25 - 33 -8 21
7.    Haukar 17 6 1 10 26 - 44 -18 19
8.    Keflavík 16 4 4 8 23 - 26 -3 16
9.    Fylkir 17 2 2 13 20 - 49 -29 8
10.    Afturelding 17 2 0 15 12 - 59 -47 6
Athugasemdir