Man Utd í viðræðum um Donnarumma - Rodrigo Muniz er orðaður við Newcastle
Heimsóknin - KFA og Höttur/Huginn
Þjálfari Silkeborg: Dáist að aganum í leik KA
Fyrirliði Silkeborg: Kom mér smá á óvart að þeir æfa ekki eins og atvinnumannalið
Haddi Jónasar: Það er komin alvöru pressa á þá
Langþráður draumur KA manna rætist á morgun - „Loksins erum við komnir heim; upp á Brekku"
Gísli Gotti: Maður upplifir ekki oft svona leiki en þetta var ekkert eðlilega gaman
Bjarni Jó: Er það ekki svona sem við viljum hafa þetta?
Alli Jó: Ekki skemmtilegur leikur fyrir hlutlausan
Gabríel Aron: Það er mín upplifun
Gabríel Snær: Þeir segja að það sé algjört rugl að fara þangað
Jóhann Birnir: Vorum ekki upp á okkar besta í dag
Gunnar Már: Hrein og klár vonbrigði
Dóri um næsta verkefni - „Andstæðingur sem við getum slegið út á mjög góðum degi"
Sagan endurtekur sig vonandi ekki: „Gömlu karlarnir í gæslunni ná að hafa stjórn á þeim“
FH skrifaði söguna - „Það verður bara veisla á Laugardalsvelli"
„Svolítið bras á okkur í fyrri hálfleik"
Venni: Þetta veðmál gékk upp í dag
Arnar: Maður getur ekki verið vondur þegar menn eru að reyna að gera réttu hluti
Gústi Gylfa: Á meðan við skorum ekki mörk þá endar þetta á verstan veg
Gunnar Heiðar: Litum við bara mjög vel út og mörkin frábær
   mið 30. júlí 2025 23:59
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Þjálfari Silkeborg: Dáist að aganum í leik KA
'Við erum ekki stórt félag, í Danmörku er búist við því að við röltum í gegnum þetta, en við vitum betur.'
'Við erum ekki stórt félag, í Danmörku er búist við því að við röltum í gegnum þetta, en við vitum betur.'
Mynd: EPA
Nielsen gerði Hadda að fyrirliða hjá sér hjá OB í dönsku úrvalsdeildinni.
Nielsen gerði Hadda að fyrirliða hjá sér hjá OB í dönsku úrvalsdeildinni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Þeir héldu sér við sína taktík og ég dáist að því'
'Þeir héldu sér við sína taktík og ég dáist að því'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er ekki auðvelt, þegar það var dregið og við sáum hverjum við myndum mæta, þá sagði ég strax að þetta yrði mjög jöfn viðureign og fá mörk skoruð, sagði að þetta yrði alltaf tveggja leikja einvígi; yrði ekki búið eftir fyrri leikinn, vissum að einungis ein góð úrslit myndu ekki duga," segir Kent Nielsen, þjálfari Silkeborg, við Fótbolta.net.

Á morgun, klukkan 18:00, tekur KA á móti Silkeborg í seinni leik liðanna í 2. umferð forkeppninnar í Sambandsdeildinni. Staðan í einvíginu er 1-1 eftir fyrri leikinn í Silkeborg.

„Við erum auðvitað vonsviknir að hafa ekki unnið fyrri leikinn, það var áminning að þú þarft að fara vandlega með þau færi sem þú færð. Við hefðum getað skorað annað mark, en svo gerist það sem gerist, fallegt mark sem Steingrímsson skoraði. Þannig er fótboltinn í hnotskurn."

„Það hljómar alltaf rangt að segja nei þegar maður er spurður hvort eitthvað hafi komið manni á óvart. Ég dáist að aganum í leik KA, þeir voru mjög einbeittir og skipulagðir yfir 90 mínútur. Þeir héldu sér við sína taktík og ég dáist að því. Við vissum að þeir væru með tekníska lekmenn, númer tíu (Hallgrímur Mar), Marcel Römer gerði vel og fyrirliðinn (Ívar Örn) Árnason; það eru góðir leikmenn í liðinu. Eins og við bjuggumst við var þetta mjög erfiður leikur, en eins og ég segi þá vorum við vonsviknir að vinna ekki."

„Við eigum séns á því að vinna á morgun og ég á von á jöfnum leik."


Er pressa á Silkeborg að vinna leikinn á morgun?

„Það er alltaf pressa verandi líklegra liðið komandi inn í einvígið. Ég er vanur því og ég hef trú á því að ég geti sofið nokkuð vel. Þetta er hluti af fótboltanum, ég hef verið lengi í fótboltanum og þetta bítur ekki þannig á mig. Við erum meðvitaðir að KA sigraði írskt og velskt lið í Evrópulekjum. Við erum ekki stórt félag, í Danmörku er búist við því að við röltum í gegnum þetta, en við vitum betur. Þetta verður erfiður leikur, en ef við spilum upp á okkar besta, erum skilvirkir, þá eigum við góðan möguleika á því að vinna. Staðan er jöfn og bæði lið þurfa að vinna og ég held að bæði lið sjái góðan möguleika á góðum úrslitum."

„Ég held að leikurinn verði að hluta svipaður og í Silkeborg, við verðum með boltann og KA mun reyna verjast vel og reyna sækja hratt. Ég held þetta verði jafnt, býst ekki við mörgum mörkum."


Fannst líklegt að Haddi yrði þjálfari
Reynsluboltinn Nielsen, sem er 63 ára, þjálfaði Hallgrím Jónasson, þjálfara KA, hjá OB fyrir áratug síðan. Nielsen ákvað m.a. að gera Hadda að fyrirliða danska liðsins. Hvernig er að mæta sínum fyrrum lærisveini?

„Þetta er alltaf skemmtilegt, minnir mann á hversu gamall maður er orðinn þegar leikmenn sem þú þjálfaðir eru farnir að þjálfa. Ef ég hefði verið spurður út í Hadda þegar ég var að þjálfa hann, spurður hvort hann yrði þjálfari, þá hefði ég sagt já. Þetta er skemmtileg reynsla, en ég vona að við vinnum á móti honum," sagði sá danski léttur.

Viðtalið við Nielsen má sjá í heild sinni í spilaranum efst.
Athugasemdir
banner
banner