Sky Sports er meðal fjölmiðla sem greinir frá því að brasilíska stórveldið Palmeiras sé við það að ná samkomulagi við Fulham um kaupverð fyrir Andreas Pereira.
Pereira er 29 ára gamall og virðist spenntur fyrir því að snúa aftur til heimalandsins eftir að hafa meðal annars leikið fyrir Manchester United, Valencia og Lazio á dvöl sinni í Evrópu. Hann er með eitt ár eftir af samningi við Fulham, en félagið hefur réttindi til að framlengja um eitt ár til viðbótar ef leikmaðurinn verður ekki seldur í sumar.
Palmeiras mun greiða 10 milljónir evra til að kaupa Pereira í sínar raðir. Leikmaðurinn er með tíu A-landsleiki að baki fyrir Brasilíu eftir að hafa leikið fyrir yngri landslið Belgíu á táningsárunum.
Pereira hefur sinnt mikilvægu hlutverki hjá Fulham og kom að 9 mörkum í 37 leikjum á síðustu leiktíð. Hann lék í heildina 119 leiki á þremur árum hjá félaginu.
25.08.2025 16:30
Fulham býst við tilboði í Pereira
Athugasemdir