City gæti gert tilboð í Zubimendi - Newcastle gæti reynt við David - Liverpool hefur áhuga á Juanlu
   mán 30. september 2024 19:04
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Alexandra spilaði í tapi gegn Juventus - Rosengard nálgast titilinn
Mynd: Getty Images

Ótrúlegt gengi Rosengard hélt áfram í kvöld en liðið hefur unnið alla leiki sína í deildinni eftir 21 umferð.


Guðrún Arnardóttir var á sínum stað í vörninni í kvöld þegar liðið lagði Pitea 1-0 á útivelli. Þetta var fjórði leikurinn í röð sem liðið heldur hreinu.

Fimm umferðir eru eftir af deildinni en liðið getur orðið deildarmeistari með sigri í næstu umferð.

Hacken er í öðru sæti, fjórtán stigum á eftir Rosengard, en liðið vann 4-0 gegn Vaxjö í kvöld. Bryndís Arna Níelsdóttir var í byrjunarliði Vaxjö og Þórdís Elva Ágústsdóttir kom inn á seem varamaður. Vaxjö er í 9. sæti með 25 stig.

Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir og Katla María Þórðardóttir voru í byrjunarliði Örebro sem tapaði 2-0 gegn Hammarby. Liðið er í 12. sæti með 15 stig, liðið er sex stigum frá öruggu sæti.

Alexandra Jóhannsdóttir spilaði síðasta stundafjórðunginn þegar Fiorentina steinlá 4-0 gegn Juventus í ítölsku deildinni. Fiorentina er í 3. sæti með 9 stig eftir fjórar umferðir en Juventus er með fullt hús stiga á toppnum.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner